Laxá og Brúará

Staðsetning: Fjarðlægð frá Rvik ca. 280 km. Aksturstími austur frá Kirkjubæjarklaustri er ca. 20 mín.
Fjöldi stanga: Veitt er á 2 stangir
Veiðitímabil: Frá 1. ágúst til 10. október en með undanþágu til 20. október.
Leyfilegt agn: Fluga, maðkur og spónn fram til 10. okt en milli 10. og 20. okt skal veitt á flugu og öllum fiski sleppt.

Laxá og Brúará í Fljótshverfi er fínt sjóbirtingssvæði. Fljótshverfi er austur af Síðu í Skaftárhreppi. Veiðisvæðið afmarkast af; Reykjarhyl í Laxá, fossi ofan við Manghyl í Brúará og vatnamótum við Djúpá eða allnokkuð niður með varnargarði neðan við þjóðveg 1.  Veiðisvæðið og umhverfi er fallegt og eru veiðistaðir fjölmargir og fjölbreyttir.  Aðeins er um haustveiði að ræða en uppistaða í veiði er Sjóbirtingur en einnig veiðist þar bleikja og stöku lax.  Áður fyrr var hér um mikla matarkistu að ræða fram eftir hausti og afli saltaður fyrir veturinn, en síðustu áratugi hefur aðeins verið veitt á stöng.  Veiðihús er ekki innifalið í verði en fjölmargir gistimöguleikar eru í boði á svæðinu á þessum árstíma.

Sjá nánar á korti

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook