Tuesday 30 Aug 2016
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Fram undan er lokaspretturinn á veiðitímabilinu. Hér að neðan má sjá nokkrar laxveiðikosti sem vert er að skoða:
Ytri Rangá
31/8-2/9. Forfallastangir, 2 stangir. Listaverð 135þ
11-17. sep. Forfallastöng. Listaverð 90-70þ
október - nokkrar lausar stangir. Verð kr. 25.000 stangardagurinn.

Print

Vatnsá er 2ja stanga á sem rennur úr Heiðarvatni sem er fyrir ofan Vík í Mýrdal. Bæði veiðist vel af laxi og sjóbirtingi í ánni á haustin og getur birtingurinn orðið mjög vænn. Mikið af sjóbirtingi stærri en 65cm veiddist í ánni og vatninu síðasta haust og svo það sama er uppi á teningnum nú í haust. Nokkur holl eru laus í Vatnsá nú í september og eitt núna í ágúst og eitt í október. Hérna má sjá þessi holl, verð og dagsetningar.

Print

Veiðin í Brúará í sumar hefur verið góð. Mikið af bleikju hefur verið á Spóastaðasvæðinu, frá neðsta veiðistaðnum, Breiðabakka og vel upp fyrir fossinn Dynjanda. Laxinn hefur einnig látið sjá sig og hafa þó nokkrir komið á land, þó svo að fæstir þeirra endi sem færsla í veiðibókinni. Við höfum heyrt af 6 löxum og efalaust eru þeir fleiri en það. Hafa þeir komið á land á Breiðabakka í Kerlingavíkinni og fyrir ofan Dynjanda. Hérna má sjá lausar stangir í Brúará á næstunni.

Print

Fín veiði var hjá veiðimönnum í Hvolsá og Staðarhólsá í síðasta holli, sérstaklega laxveiðin. tveir veiðimenn voru við árnar og náðu þeir samtals 14 löxum og misstu annað eins. Mest líf var neðst á svæðinu, í lóninu og var mikið af laxi þar. Flestir laxana voru 4-5 punda en sá stærsti var 9 pund. Allir komu fiskarnir á flugu. Ekki var mikil bleikjuveiði hjá þessum veiðimönnum, en náðu þeir þó nokkrum á land. Næsta lausa holl er 22-24. ágþ Sjá nánar hérna,

Print

Hvolsá og Staðarhólsá er falla í einum ósi saman til sjávar í Saurbæ í Dalasýslu. Bæði veiðist lax og bleikja í ánum. Veiðisvæðið er vinsælt, ekki síst hjá vinahópum og fjölskyldum, enda má bæði veiða á flugu og maðk og síðan fylgir leyfunum mjög gott veiðihús sem rúmar allt að 10 manns í rúmum. Veiðin er farin að rúlla af stað í Hvolsá og Staðarhólsá. Síðasta holl, sem saman stóð af bæði ungum og eldri veiðimönnum, náðu 9 löxum og slatta af bleikju einnig. Laxarnir voru flestir 10-12 pund og var að minnsta kosti einn Maríulax í hópnum. Hérna má sjá hvað er laust í Hvolsá og Staðarhólsá í sumar og haust.

Print

Laxveiðin er komin á fullt í flestum laxveiðiám á landinu og eins og veiðimenn vita, þá var laxinn mjög snemma á ferðinni í ár. Veiðitímabilið í Vatnsá hefst hinsvegar skv. venju, ekki fyrr en um 20. júlí. Staðarhaldari árinnar kíkti upp að á í vikunni og sá þá að mikið af laxi er nú þegar genginn í hana. Lítið er laust í Vatnsá í júlí og ágúst en þó eitthvað, m.a. 21-23. júlí. Spennandi tímabil gæti verið framundan í Vatnsá og ekki má gleyma að mikið af vænum birtingi veiðist einnig í Vatnsá.

Print

Þessa dagana er myljandi gangur í Rangánum og á Borgarsvæðinu í Ytri/Hólsá. Ytri Rangá er núna komin í um 1.000 laxa og góðar göngur að skila sér í ána á hverjum degi. Svæðið fyrir neðan Ytri Rangá, Borgarsvæðið, er einnig að gefa vel. Síðastu 2 dagar hafa gefið rúma 30 laxa á 4 stangir og framundan er besti tíminn á svæðinu. Eitt laust holl er í júlí 12-15. júlí. Sjá má verðið hérna. Einnig er ein forfallastöng laus í Ytri Rangá 15-18. júlí. sjá hér.

2 500,00 ISK hvert stk Gjafabréf

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443

Munið að skrá ykkur á póstlista veiða.is - hérna efst hægra megin á síðunni.