Brennan

Brennan

Staðsetning: Brennan er um 100 km. frá Reykjavík. Ekinn er þjóðvegur 1 í gegn um Borgarnes og áfram norður. Við veitingaskálann Baulu (25 km. norðan við Borgarnes) er beygt til hægri og keyrt yfir brúna yfir Norðurá í ca. 2,7 km og þá er beygt útaf til hægri afleggjara sem liggur að bænum Hamraendum, keyrt framhjá bænum og áfram vegarslóða að veiðihúsinu.

Veiðisvæðið: Vatnaskil Hvítár og Þverár.
Veiðitímabil: Júní til september – Svæðið er selt í 2ja daga hollum.
Daglegur veiðitími: Frá kl 7 – 13 og svo 16-22 nema eftir 14. ágúst en þá er hann frá 07-13 og 15-21.
Fjöldi stanga: Veitt verður á 3 stangir frá og með sumrinu 2013.
Leyfilegt agn: Fluga allt sumarið en í ágúst og september er einnig leyfilegt að veiða með spún.
Veiðireglur: Kvóti á dag pr. stöng er 2 laxar og öllum stórlaxi skal sleppt. Engin kvóti er á sjóbirting.
Veiði síðastliðin ár: 2015 – um 450 laxar og 177 silungar. 2013 – um 400 laxar og 200 birtingar. 2012 – 325 laxar og 193 silungar. 2011 – 501 lax. 2010 – 485 laxar og 160 silungar.

Veiðsvæðið Brennan er við ármót Þverár og Hvítár í Borgarfirði. Sá fiskur sem er á leið í Þverá fer þarna um. Í Brennunni hafa veiðimenn mest veitt í vatnaskilunum þar sem árnar mætast.

Veiðikort.

Veiðihús

Tvö  rúmgóð veiðihús standa við Brennu. Eldra húsið var endurbyggt í fyrra. Þar eru 2 svefnherbergi og baðherbergi.  Nýrra húsið er einnig með tveimur 2ja manna herbergjum, eldhúsi , setustofu og litlum borðkrók. Settur var upp heitur pottur í fyrra, gott grill er á verönd.

Hús eru þrifin og rúm uppábúinn fyrir gesti sumarið og haust 2018. Rukkað er húsgjald fyrir þá þjónustu kr 20.000. Sendur er út sérstakur reikningur fyrir húsgjaldinu.

Á sjóbirtingstíma er gist í Brennu húsum . Þá eru 4 stangir seldar saman en leyft er að veiða á 5. Fimmta stöngin er án endurgjalds.

Hafðu samband

Tölvupóstur: [email protected]
Sími: 897 3443

Facebook