Friday 27 Mar 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Nú eru margir veiðimenn komnir með hugann við fyrsta apríl, en þá hefst veiðivertíðin formlega. Stór hluti undirbúningsins er að yfirfara veiðidótið og fyrir fluguveiðimennina, þá eru fluguboxin einna mikilvægust. Það þarf að kanna hvort að öll nauðsynleg vopn séu í boxunum. Júlli í Flugukofanum í Keflavik hefur einnig verið á fullu við að yfirfara og fylla á flugubarinn í kofanum og mikið af þeim flugum sem veiðimenn sækja í eru flugur sem Júlli sjálfur hnýtir.

Print

Eins og kom hér fram á vefnum í gær, þá eru lausir dagar í Gufuá í Borgarfirði komnir inná veiða.is. Gufuá hefur eignast stóran hóp "vina" síðustu sumar sem sækja hana heim á hverju sumri. Leyfilegt er að veiða á flugu og maðk í ánni. Eitt hefur mörgum veiðimönnum þótt vanta við Gufuá, en það er veiðihús eða aðstöðuhús. Leigutakar árinnar, Gylfi Jón Gylfason og Guðlaugur Fjeldsteð munu gera bragarbót á því fyrir komandi tímabil.

Print

Gufuá í Borgarfirði er 2ja stanga laxveiðiá. Gufuá rennur til sjávar í ósa Hvítár en sjávarfalla gætir neðst í henni. Veitt er með 2 stöngum í Gufuá og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Verð veiðileyfa i Gufuá er með því hagstæðara sem sést hér á landi í laxveiði en í sumar er verðið á bilinu 11.500 - 25.000 kr. Dýrasti tíminn er í kringum miðjan júlí. Síðustu 2 ár hefur Gufuá verið að mjög vel seld, nánast uppseld. Veiðin hefur sveiflast nokkuð, frá því að vera rúmir 200 laxar og undir 100. Síðasta sumar veiddist meira af urriða í ánni en sést hefur á nýliðnum árum. Hér má sjá hvaða dagar eru lausir í gufuá.

Print

Straumar og Brennan í Borgarfirði eru 2 af vinsælli og betri laxveiðisvæðunum á vesturlandi. Á venjulegu sumri fer gríðarlega mikið af fiski um svæðin, bæði lax og birtingur. Veitt er með 2 og 3 stöngum á svæðunum og leyfilegt agn er fluga í júní og júlí en í ágúst bætist spúnninn við. Fín veiðihús fylgja leyfunum á þessum svæðum. Hér má finna lausar dagsetingar á þessum svæðum. Fyrir nánari upplýsingar, sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Print

Veiðifélag Deildarár á Sléttu óskar nú eftir tilboðum í veiðirétt árinnar árin 2016 - 2019/2021, þ.e. til 3-5 ára. Óskað er bæði eftir tilboðum í veiðirétt á laxasvæðinu og á silungasvæðinu, Fremri Deildará. Sumarið 2014 veiddust um 150 laxar í ánni en veiðiálag hjá núverandi leigutaka hefur verið frekar lítið. Meðalveiði síðustu 14 ára eru 177 laxar og að auki veiðist alltaf töluvert af urriða og bleikju.

Print

Hér inni á veiða.is eru meðal annars laus holl í Ytri Rangá. Ytri Rangá er eins og flestir stangveiðimenn vita, ein albesta laxveiðiá landsins. Veitt er að hámarki með 16 stöngum á laxasvæðinu og yfir sumarið og inní september er fluga eina leyfilega agnið. Við viljum nú vekja athygli á flottum dögum um og eftir miðjan september á tíma þegar allt agn er leyfilegt, fluga, maðkur og spúnn.

Print

Nú er mars mánuður gengin í garð. Það þýðir tvennt: Veiðitímabilið hefst eftir einungis einn mánuð og RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðin er handan við hornið. RISE er nú haldin í fimmta sinn og í ár verður hún enn veglegri en áður. Hátíðin verður haldin í Háskólabíó í ár en í anddyri bíósins verður vegleg veiðisýning á undan og á meðan sýningu stendur. Ekkert kostar inná veiðisýninguna. Við hverjum alla til að hefja veiðitímabilið í Háskólabíó fimmtudagskvöldið 26. mars - Sjá fréttatilkynningu frá umsjónaraðilum RISE.

Print

Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd fiska og undurfagurt umhverfi. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi í Mýrarkvísl. Þó svo að áin sé nokkuð vel seld, þá eru nokkrir lausir dagar í júlí, ágúst og september. Veitt er með 3-4 stöngum í Mýrarkvísl og leyfilegt agn er fluga. Verð veiðileyfa er hagstætt, er á bilinu 35-45. þús fyrir stangardaginn. Ný uppgert veiðihús/íbúðarhús er til taks fyrir veiðimenn. Hér má sjá lausa daga í Mýrarkvísl.

More Articles...

6 250,00 ISK hvert stk Minnivallalækjarbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443