Friday 22 May 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Svalbarðsá er ein albesta laxveiðiá landsins. Veitt er á 2 til 3 stangir í Svalbarðsá og leyfilegt agn er fluga. Svalbarðsá er á norð-austurlandi, um 170 km frá Akureyri. Hreggnasi hefur komið að leigu Svalbarðsár frá árinu 2007 og ná á dögunum gekk Veiðifélag Svalbarðsár og Hreggnasi, frá langtímaleiguamningi um veiðirétt á vatnasvæði árinnar. Meðalveiði á hverja dagstöng er um 2,5 laxar pr. stangardag, sem er með því besta sem þekkist hér á landi.

Print

Lax úr NorðuráFyrir laxþyrsta veiðimenn þá birtast ánægjulegar fréttir þessa daga, því sést hefur til fyrstu laxana í ám á vesturlandi. Laxar hafa sést í Kjósinni og í Korpu og þeir eru efalaust farnir að "skríða" upp fleiri ár - Veiðitímabilið hefst eftir rúmar 2 vikur. Fyrir þá sem vilja skella sér í veiði í byrjun júní, þá eigum við lausa daga í Norðurá og í Straumum. Þessa daga má sjá hérna.

Print

Við höfum vart undan við að segja góðar veiðifréttir úr Hlíðarvatni. Eftir kalt vor virðist lífríkið við vatnið loksins komið í gang. Við fengum smá skýrslu frá Þresti Garðarsyni sem var við vatnið í gær. Þeir félagar gerðu mjög góða veiði þrátt fyrir vestan átt og rigningu mest allan tímann. Skýrslu Þrastar má sjá hér að neðan en hér til hliðar er Katrín Ósk, dóttir Þrastar með fína bleikju sem hún náði sjálf í Hlíðarvatni í gær.

Print

Veiðin í Hlíðarvatni hefur verið fín þetta vorið og kannski var besti dagur tímabilsins, til þessa í dag. Hlýtt var í veðri, smá gola og lífríkið við vatnið augljóslega vaknað af dvalanum. Kristinn Helgi Sveinsson var við veiðar í dag, skrapp í um 3 tíma og náði 20 fínum bleikjum. Þær voru á bilinu 0,5-2 pund. Allar tóku þær Pheasant tail.

Print

Veiðin hófst í Hlíðarvatni í Selvogi þann 1. maí 2015. Eins og flest vor, þá er vatnið núna í maí nær full mannað, þ.e. allar stangir seldar. Flesta daga hefur verið strekkingsvindur við vatnið og ískalt en þrátt fyrir kuldann þá eru veiðimenn að setja í og ná bleikjum á land. Veiðimaðurinn hér til hliðar, Jón Traustason, náði þessari vænu bleikju á Húsatanga þann 6. maí. Bleikjan vigtaði 5 pund.

Hér má finna lausa daga í Hlíðarvatni í sumar. Verð fyrir hvern veiðidag, þar sem veiðileyfi fyrir 2 stangir og afnot af veiðihúsi í 1 sólarhring er innifalið, er kr. 12-14.000 í júní og júlí.

Print

GufuárlaxNú eru einungis 29 dagar þar til laxveiði vertíðin hefst hér á landi. Fyrstu árnar og svæðin sem opna eru m.a. Norðurá, Straumar og Blanda. Hér inni á veiða.is eigum við lausa nokkra laxveiðidaga í júní á fínu verði - Sem dæmi um þá eru dagar á Munaðarnessvæðinu í Norðurá, Straumum í Borgarfirði, Ytri Rangá og í Gufuá í Borgarfirði. Fyrir áhugasama eru um að gera að kíkja á laus veiðileyfi hérna, eða senda póst á info at veida.is. Við gefum allar nánari upplýsingar.

Print

Veiðin hófst í Hlíðarvatni við Selvog á mánudaginn, 1. maí. Veður var fínt þennan fyrsta veiðidag tímabilsins í vatninu, sól og blíða en vatnið var kalt. Þegar leið á morguninn vaknaði lífríkið við vatnið, flugan fór á stjá og veiðimenn fóru að fá tökur frá fiskinum. Margar voru grannar en veiðimenn sem voru í húsi Árbliks náðu 3 fiskum á land og það sem var nú einna merkilegast við þá fiska, er að einn þeirra var urriði ca. 1,5 pund. Ekki er algengt að önnur tegund en bleikja veiðist í vatninu, en þess eru þó nokkur dæmi. Hér til hliðar má sjá 2 af þessum fiskum.

Print

Í tilefni af því að veiðitímabilið er að komast á fullt skrið, þá skellum við í einn leik á Facebook síðu veiða.is. Ef þú deilir færslunni um veiðileyfaleik veiða.is og lækar facebook síðu veiða.is, þá áttu möguleika á að vinna veiðidag í Ytri Rangá, þann 1. júlí í sumar. Einn veiðidagur er í verðlaun að verðmæti 28.800 kr. - dregið verður úr hópi þátttakenda 8. maí 2015 kl. 20:00.

More Articles...

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443