Tuesday 01 Dec 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Veiðifélag Hvolsár og Staðarhólsá bauð á dögunum út veiðirétt á starfssvæði félagsins fyrir árin 2016-2019. Nokkur tilboð bárust en niðurstaða stjórnar félagsins var að taka engu þeirra tilboða. Veiðifélagið hefur gengið til samstarfs við veiða.is um sölu veiðileyfa í Hvolsá og Staðarhólsá fyrir veiðisumarið 2016.

Print

Þrátt fyrir að einungis séu um 20 dagar frá því að síðustu veiðivertíð lauk endanlega, þá eru fyrstu veiðileyfin fyrir komandi veiðivertíð komin inná veiða.is. Um er að ræða daga á ósasvæði Laxár á Ásum. Svæðið hefur eignast marga fylgjendur á þeim 4 árum sem það hefur verið í sölu, enda veiðin þarna oft mjög góð. Um ósinn gengur allur lax sem er á leið uppí Laxá á Ásum og í Vatnsdalsá en einnig ógrynnin öll af bleikju og sjóbirtingi. Leyfilegt agn er fluga og með leyfunum fylgir gamla veiðihúsið að Laxá á Ásum. Hér má finna lausa daga.

Print

Veiðin í Hlíðarvatni var ágæt í sumar, alls ekki eins og hún gerist best, en þó vel ásættanleg að teknu tilliti til ástundunar. Það eru 5 veiðifélög sem selja veiðileyfi í Hlíðarvatn, en samtals eru seld að hámarki 14 veiðileyfi á degi hverjum. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi sem Stangaveiðifélagið Árblik á rétt á, samtals 2 stangir pr. dag. Skráð veiði í veiðibók Árbliks í sumar var 254 fiskar en í heildina voru 928 fiskar skráðir í bækur félagana.

Print

Nú er komið haust og stutt í veturinn. Þetta er sá tími þegar ár og vatnasvæði skipta um hendur, þ.e. leigutaka. Engin læti hafa þó verið í þeim efnum nú í haust þó er örlítil hreyfing á málunum. Í október var útboð með veiðirétt í Hvolsá og Staðarhólsá og rann skilafrestur út fyrir útboðið þann 1. nóvember. Annað útboð er í gangi núna, en Veiðifélag Laxár í Hvammssveit óskar eftir tilboði í lax og silungveiði á þeirra svæði, fyrir árin 2016-18. Veiðin í Laxá hefur verið á 36-94 skráðir laxar undanfarin ár.

Fleiri útboð gætu litið dagsins ljós á næstu dögum.

Print

Veiðin í Gufuá í Borgarfirði var góð í sumar, þrátt fyrir að áin hafi verið mjög vatnslítil stóran hluta sumars. Þann tíma sem áin var lítil, var góð og stundum mjög góð veiði á neðsta hluta árinnar, þar sem sjávarfalla gætir á sameiginlegu ósasvæði Gufuár og Hvítár. Skráðir voru um 200 laxar og 25 urriðar. Hér má finna fína lýsingu á veiðinni á neðsta hluta árinnar. - Þegar kom inní ágúst fór að rigna meira, vatnsbúskapurinn varð betri og fiskur gekk upp á efra svæðið. Veitt er á flugu, maðk og spún(neðan brúar) í Gufuá. Verð veiðileyfa í Gufuá er með því lægsta sem þekkist í laxveiðileyfi hér á landi.

Print

Búðardalsá er 2ja stanga laxveiðiá á Skarðströnd. Veitt er á maðk og flugu framan af tímabili en fluga er bara leyfð í September. Veiðin var mjög góð í Búðardalsá í sumar en áin endaði í 466 löxum. Einungis er veitt í 70 daga í Búðardalsá sem þýðir að meðalveiði pr. dag var um 6,6 laxar eða rúmir 3,3 laxar á stöng. 2var hefur veiðin verið betri í Búðardalsá, árin 2008 og 2009 þegar yfir 600 laxar komu á land.

 

Print

Veiðin í Laxá á Refasveit var mjög góð í sumar. Fyrir þetta tímabil hafði mest veiðst 475 laxar en það var sumarið 2013. Nýtt met var slegið í ár þegar 501 lax var skráður í veiðibókina. Veiðin fór þó rólega af stað í byrjun júlí en um miðjan mánuðinn hrökk veiðin í gang og var góð út tímabilið. Uppistaðan í veiðinni var smálax en þó kom töluvert af laxi +80 cm á land. Sá stærsti var 95 cm langur. Veitt er á flugu og maðk í Laxá á Refasveit.

Print

Nú er formlega frábæru veiðitímabili lokið hér á landi. Auðvitað stóð laxveiðin að nokkru leyti uppúr, enda voru veiðitölur í nokkrum ám hreinlega ævintýralegar. Við viljum þakka ykkur öllum kærlega fyrir samstarfið í sumar, en í sumar buðum við uppá, í gegnum veiða.is, fleiri veiðileyfi en nokkurntíman áður hérna á vefnum. Fjöldi vatnasvæða var nálægt 30 og stangardagar voru mörg þúsund. Við erum nú þegar farin að huga að næsta tímabili, eins og margir veiðimenn og fljótlega skráum við inná vefinn fyrstu lausu leyfin fyrir næsta tímabil. Það er nú samt þannig að þið veiðimenn getið nú þegar farið að hafa samband og bókað fyrir næsta sumar. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

More Articles...

1 768,61 ISK hvert stk FLYPAD - 7 hólfa bakki
4 890,84 ISK hvert stk Þurrflugubox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443