Saturday 30 Aug 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Fossá í Þjórsárdal er falleg lax og silungsveiðiá sem rennur í efri hluta Þjórsár. Laxasvæði Fossár nær frá Hjálparfossi að ármótum við Þjórsá og er svæðið eitt samfellt veiðisvæði. Veitt er af báðum bökkum árinnar og leyflilegt agn er fluga. Öllum fiski er sleppt aftur á svæðinu. Besti tíminn á þessum svæði er þegar kemur inní ágúst og síðan allt til loka veiðitímans. Veiða.is kíkti við á svæðinu í vikunni og setti í nokkra bolta fiska.

Print

Tilkynning frá Ytri-Rangá / West-Rangá
Nú í nótt var brotist inn hjá okkur og stolið bæði miklu magni af veiðibúnaði og af laxi sem var í frystur.
Veiðbúnaður sem var tekinn:
Sage One&method, Hardy, Gloomis Nrx, Mackenzie stangir og Einarsson, Guideline, Hardy og Sage hjól ath! Ekki tæmandi listi.
Búi menn yfir upplýsingum um málið vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hafið beint samband við lögregluna á Hvolsvelli.

Print

Í gegnum tíðina hefur vel veiðst af sjóbirtingi í Brennunni. Yfirleitt fer að bera á fyrstu göngum sumarsins eftir miðjan júlí en síðustu birtingarnir fara í gegnum svæðið, væntanlega, seint á haustin. Hollið sem veiddi Brennuna 18-20. ágúst hitti á stóra sjóbirtingsgöngu. Samtals komu 48 birtingar á land. Sá stærsti var 7 pund en flestir voru á billinu 1,5-3 pund. Samtals eru nú komnir um 180 birtingar á land í sumar og besti sjóbirtingstíminn framundan.

Print

Nú er farið að líða á laxveiðitímabilið og senn fer að hausta. Sjóbirtingstíminn er víða hafinn þó svo að september sé yfirleitt talinn marka upphaf sjóbirtingstímanns. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi á 3 sjóbirtingssvæði: Eldvatn í Meðallandi, Laxá og Brúará í Fljótshverfi og síðan einnig Brennu í Borgarfirði. Svolítið er ennþá laust í september og má sjá þá daga Hérna. Einnig er hægt að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir frekari upplýsingar.

Print

(Fréttatilkynning) Stangaveiðifélögin sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 24. ágúst næstkomandi. Þetta eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík.
Fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.

Print

Norðurá í Borgarfirði hefur í gegnum tíðina verið ein albesta laxveiðiá landsins. Metveiði var í fyrra en þetta sumar hefur þó verið frekar erfitt, eins og víða á landinu. Það eru nokkrar lausar stangir í ánni í lok ágúst og þær eru á góðu verði og því tilvalið fyrir vana og óvana að læra betur á ána:

Norðurá I - 25. til 27. ág. 8 stangir. Stangardagurinn á kr. 25.000 + fæði
Norðurá I - 31. ág til 2. sept. Nokkrar stangir. Stöngin +  fæði fyrir 1 á dag kr. 45.000
Norðurá I - 2. til 4. sept. Nokkrar stangir. Stöngin +  fæði fyrir 1 á dag kr. 45.000
Norðurá II - 20 til 22. ág. 3 stangir. Stangardagurinn á kr. 25.000. Uppábúin rúm+Handklæði innifalið í stangarverði. kr. 10.000 þrifagjald.

Sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Print

Síðustu sumur hefur verið reynt að sporna við minnkandi bleikjuveiði í Eyjafjarðará með því að skylda veiðimenn til að sleppa þeim bleikjum sem þeir veiða. Fyrst átti sú sleppiskyld við á efri svæðum árinnar en í sumar var skylda að sleppa öllum veiddum bleikjum á öllum svæðum árinnar. Þó svo enn sé erfitt að fullyrða með öllu hverju sleppingarnar hafa skilað, þá má sjá á eftirfarandi sögu að margar þeirra bleikja sem sleppt er, skila sér aftur í ána.

Print

Hvolsá og Staðarhólsá er 4ra stanga lax og bleikjuveiðiá á vesturlandi. Leyfilegt er að veiða bæði á maðk og flugu í ánum. Mjög gott veiðihús fylgir með leyfunum. Svæðið er yfirleitt mjög vel bókað og svo er einnig nú í sumar. Nú bregður hinsvegar svo við að vegna forfalla þá er næsta helgi, 15-17. ágúst, laus í ánum. Stangarverðið á dag er kr. 30.000 og eru allar stangir seldar saman. Hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  fyrir frekari upplýsingar. Hér að neðan er myndbrot frá ánni nú í sumar.

More Articles...

9 500,00 ISK hvert stk Seland Fleece undirbuxur
4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.