Wednesday 23 Apr 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Þingvallavatn opnaði á Páskadag í snjó og páskahreti. Lítil veiði var fyrsta daginn en þegar fór að hlýna á annan í páskum fórum við að heyra af smá veiði. Veðurspáin fyrir vikuna er svo fín svo líklegt má telja við förum að sjá fleiri myndir af risa urriðum úr Vatninu. Þessi hér til hliðar kom á land í Vatnskoti í gær og tók hann Black Ghost. Reyndist hann 65 cm langur. Veiðimaðurinn heitir Emil Gústafsson. Fengum við myndina lánaða á FB-síðu Veiðikortsins.

Eins og flestir vita þá er veiðisvæði Þjóðgarðsins inni í Veiðikortinu 2014. Það er einfalt að ná sér í kortið og það kostar sáralítið. Sjá nánar hérna.

Print

Við höfum að undanförnu verið að segja frá nýjum flottum flugum sem Júlli í Flugukofanum hefur verið að hnýta. Við sögðum um daginn frá flottri flugu sem gaf vel í Brúará, Búkolla heitir hún og nú um páskahelgina var flugan Tiger Tail að gefa vel í Eldvatni. Tiger Tail kemur í nokkrum afbrigðum eins og sést hér að neðan. Eldvatnsbirtingurinn hér til hliðar var 74cm langur og fékk að sjálfsögðu að synda aftur útí ána að myndatöku lokinni. 

Það er nokkuð um lausar stangir/holl í Eldvatni nú í apríl og mai. Stangardagurinn á kr. 12.500 til 16.500. Sjá nánar hérna.

Print

Veiðibúðin á veiða.is er allaf að stækka. Fyrir stuttu síðan tókum við Sage stangir í sölu á vefnum en eins og flestir veiðimenn vita, þá eru Sage stangirnar vinsælustu flugustangirnar á markaðnum í dag. Nú vorum við hinsvegar að taka uppúr kössunum nokkur ný flugubox. Um er að ræða nokkrar útfærslur, stór og lítil box sem henta bæði í lax og silung. Hægt er að sjá þau hér að neðan en einnig í veiðibúðinni, sjá hér. Til að panta þessi box má bæði gera það í gegnum veiðibúðina en einnig með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Print

Þó svo að veiðitímabilið hafi hafist formlega fyrir um 17 dögum síðan, þá er bara lítill hluti veiðimanna sem er búinn að fara í veiði nú í ár. Það er ekki fyrr en vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatn og Hlíðarvatn opna sem margir fara af stað, en Þingvallvatn opnar nú um helgina. Eins og áður hefur komið fram þá var veiðitímanum og veiðireglunum í Þjóðgarðinum breytt. Nú má hefja veiðar 20. apríl og fram til 1. júní má eingöngu veiða á Flugu og skylt verður að sleppa öllum urriða sem veiðist.

Print

Nú eru 15 dagar búnir af veiðitímabilinu og hafa margar skemmtilega veiðisögur orðið til á þeim tíma. Veiðin hefur gengið vel, ekki síst á sjóbirtingsslóðum. Þessi urriði hér til hliðar lét glepjast af straumflugu sem Kristján hjá Flugur og Skröksögur egndi fyrir hann um síðustu helgi í Eldvatni í Meðallandi. Hann reyndist 65cm langur og fékk hann að synda aftur útí ána að lokinni mælingu.

Print

Móra á Barðaströnd er ný hér á veiða.is Móra er 2ja stanga laxveiðiá sem fellur í Hagavaðal á Barðaströnd. Leyfilegt agn í Móru er fluga og maðkur. Veiðisvæðið er um 6 kílómetrar með yfir 20 merktum veiðistöðum. Móra rennur um Mórudal, sem er nokkuð djúpur, allur skógi vaxinn að heita má brúna á milli. Mun Mórudalur einna fegurstur dala norðan Breiðafjarðar, að Vatnsdal undanskildum. Meðalveiði í Móru er á bilinu 150-160 laxar. Sjá hér nánar um Móru.

Print

Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða hefur byrjað ágætlega nú í apríl. Það hafa komið fínir dagar inná milli. Oft snýst árangurinn um hitta á rétta flugu handa bleikjunni. Veiðimaður sem var við veiðar um helgina hafði prófað nokkra flugur við lítinn árangur, þar til að dró upp flugu sem Júlli í Flugukofanum hafði gaukað að honum fyrir ferðina. Þessi fluga gaf honum 4 bleikjur í beit, áður en hann tapaði henni. Þessa flugu má sjá hér til hliðar og að neðan. Það er spurning hvort að allir þeir sem eru á leið í Brúará, þurfi ekki að hafa eitt eða tvö eintök af þessari flugu með sér.

Print

Seland heitir spænskt fyrirtæki sem framleiðir meðal annars Veiðivörur. Einnig framleiðir Seland ýmsar vörur fyrir íþróttir sem stundaðar eru í og við sjóinn, ár og vötn. T.d. fyrir Kayak, rafting, köfun, brimbretti og þess háttar sport. Fyrst og fremst hefur Seland starfað á Spáni, Frakklandi og í Þýskalandi en nú eru vörur þeirra að færa sig norðar í Evrópu og yfir til Ameríku. Nú er hægt að nálgast veiðivörur frá Seland hér á veiða.is og reyndar einnig í Flugukofanum í Keflavik og efalaust fljótlega einnig í fleiri veiðibúðum hér á landi.

More Articles...

4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.