Thursday 03 Sep 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Veiðisvæði austurbakka Hólsár nær frá ármótum Eystri Rangá og Þverár og alveg niður að sjó, um 20 km vegalengd. Í Hólsá veiðist Lax og einnig sjóbirtingur. Leyfilegt er að veiða bæði á flugu, maðk og spún í Hólsá. Allur fiskur sem er á leið uppí Rangárnar fer um Hólsá en einnig er laxaseiðum sleppt ofarlega á svæðinu sem tryggir að lax er þar út tímabilið. Veiðin á svæðinu hefur verið mjög góð í ágúst. Bæði er að veiðast mikið af laxi einnig er sjóbirtingurinn farinn að láta sjá sig í meira mæli. Framundan eru lausir dagar í Hólsá, 2-9. sept. Leyfðar eru 6 stangir að hámarki. Mjög gott veiðihús fylgir með leyfunum. Sendið póst á info at veida.is fyrir nánari upplýsingar eða hringið í síma 897 3443.

Print

Nú er sjóbirtingstíminn að komast á fullt og við heyrum af góðum göngum uppí árnar. Veiðin í einni best sjóbirtingsá landsins, Litluá, gengur vel og eru að veiðast vænir birtingar og vænar bleikjur í ánni og í Skjálftavatni. Vegna forfalla þá eigum við lausar 2 stangir í Litluá dagana 16. og 17. september. Þessar stangir fást á forfallaverði. Sendið póst á veida.is fyrir nánari upplýsingar.

Print

Veiðin í Ytri Rangá hefur verið mjög góð í sumar og nokkuð ljóst að sumarið verður eitt af þeim betri í ánni. Nú eru komnir yfir 5.000 laxar á land og enn um 50 dagar eftir að veiðitímanum. Þann 7. sept hefst maðkatíminn í ánni en þangað til má eingöngu veiða á flugu. Nú næstu daga eru nokkrar stangir lausar í ánni og þá daga má sjá hérna. Hægt er að bóka staka daga eða fleiri en einn samliggjandi. Veiðin hefur verið góð á öllum svæðum að undanförnu og sumir veiðistaðir eru hreinlega kjaftfullir af laxi. Einn þessara staðar er tjarnarbreiðan á svæði 3 en seinnipartinn í gær komu þar 25 laxar á land.

Print

Veiðin í Mýrarkvísl er búin að vera stórgóð í sumar. Laxinn mætti s.s. seint uppí ána en nú er mikið af laxi kominn uppí ána og veiðin búin að vera góð síðustu vikurnar. Lítið hefur verið um laus holl í ánni í sumar en 15-18. sept er laus. Stangardagurinn er á kr. 30.000 og veitt er á 3 stangir í ánni. Auk þess að vera góð laxveiðiá, þá er mikið af vænum urriða í ánni sem kryddar oft tilveru veiðimanna. Sjá nánari upplýsingar um Mýrarkvísl hérna.

Print

Nú er tími sjóbirtingsins runnin upp. Við höfum heyrt fréttir af því að undanförnu að sjóbirtingurinn er farinn að ganga uppí árnar á suðurlandi. Hann er kannski eilítið seinni á ferðinni en oft áður en hann er mættur núna. Veiðimenn sem voru á ferð í Eldvatni settu í mikið af fiski og eins settu veiðimenn í Vatnamótunum í fjölmarga fiska nú í vikunni. Svo er nokkrar vikur síðan fyrsti sjóbirtingurinn kom á land í Laxá og Brúará. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi í sjóbirtingsár og svæði eins og Eldvatn, Brennu, Vatnamótin, Laxá og Brúará og Hólsá. Kíkið á það sem er laust hérna.

Print

Hólsá er sameiginlegt útrennsli Rangánna, Eystri og Ytri. Veiðisvæði eystri bakka Hólsár er þó stærra en það, nær frá ármótm Eystri Rangár og Þverár. Veiðin á svæðinu nú í ágúst hefur verið frábær en veitt er með allt að 6 stöngum á svæðinu. Margir um og yfir 30 laxa dagar hafa verið að undanförnu og er veiðin í sumar komin vel yfir heildarveiði síðasta sumars. Framundan eru lausir dagar í Hólsá, eða dagar þar sem nokkrar stangir eru lausar. Veiða má á flugu, maðk og spún á svæðinu. Sendið póst á info at veida.is fyrir nánari upplýsingar eða hringið í númerið hér að neðan.

Print

Veiðitímabilið í Brúará hefur verið með miklum ágætum. Bleikjan fór að láta sjá sig í einhverju mæli, uppúr miðjun júní og síðan þá hefur veiðin oft á tíðum verið mjög góð. Bleikjan er ágætlega væn í ár og hafa all margar bleikjur, á bilinu 3-5 pund veiðst í sumar. Nú er hinsvegar laxveiðitíminn í hámarki og eru nú þegar nokkrir laxar komnir í veiðibókina en einnig höfum við heyrt af fleiri löxum sem komið hafa á land. Einn aðal veiðistaðurinn fyrir laxinn er brotið fyrir ofan fossinn Dynjanda. Nú er um 1 mánuður eftir að veiðitímanum í Brúará. Hér má finna lausa daga á svæði Spóastaða.

More Articles...

6 150,00 ISK hvert stk Túpubox (Ytri-Rangá)
4 890,84 ISK hvert stk Þurrflugubox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443