Tuesday 03 Mar 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Nú er mars mánuður gengin í garð. Það þýðir tvennt: Veiðitímabilið hefst eftir einungis einn mánuð og RISE Fluguveiði kvikmyndahátíðin er handan við hornið. RISE er nú haldin í fimmta sinn og í ár verður hún enn veglegri en áður. Hátíðin verður haldin í Háskólabíó í ár en í anddyri bíósins verður vegleg veiðisýning á undan og á meðan sýningu stendur. Ekkert kostar inná veiðisýninguna. Við hverjum alla til að hefja veiðitímabilið í Háskólabíó fimmtudagskvöldið 26. mars - Sjá fréttatilkynningu frá umsjónaraðilum RISE.

Print

Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd fiska og undurfagurt umhverfi. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi í Mýrarkvísl. Þó svo að áin sé nokkuð vel seld, þá eru nokkrir lausir dagar í júlí, ágúst og september. Veitt er með 3-4 stöngum í Mýrarkvísl og leyfilegt agn er fluga. Verð veiðileyfa er hagstætt, er á bilinu 35-45. þús fyrir stangardaginn. Ný uppgert veiðihús/íbúðarhús er til taks fyrir veiðimenn. Hér má sjá lausa daga í Mýrarkvísl.

Print

Nú eru 2 mánuðir þar til veiðitímabil hefst í Þingvallavatni, 20. apríl. Þetta er annað árið í röð sem veiði hefst í vatninu þetta snemma. Aðrar breytingar sem gerðar voru í fyrra, var að einungis er heimilt að veiða á flugu í Þjóðgarðinum fram til 1. júní og sleppiskylda er á öllum urriða. Í fyrra fór veiðin rólega af stað en jókst þegar leið að mánaðamótum apríl/maí. Sjá meðal annars hér.

Print

Flestir veiðimenn þekkja mikilvægi þess að vera með góða myndavél meðferðis við veiðar. Auðvitað fara margir símar langt í það að standa góðum myndavélum snúninginn en það eru ekki allir sem tíma að nota þá ef veður er vott eða aðstæður erfiðar. Við höfum prófað all margar myndavélar og sumar hafa reynst æði vel. Ein vél hefur þú reynst okkur betur en aðrar, en það er vél frá Nikon, "coolpix AW120".

Print

Inná veiða.is eru nú veiðileyfi í fjölmörgum ám og vötnum. Samtals eru svæðin 16 í dag og mun þeim fjölga á næstunni. Eitt af þessum svæðum er Hörðudalsá en nú í sumar verður veitt með 2 stöngum í ánni og leyfilegt agn er fluga og maðkur. Fínt hús fylgir leyfum í Hörðudalsá þar sem svefnrými er fyrir 6. Veiðin í Hörðudalsá undanfarin ár, hefur almennt verið á uppleið. Bæði veiðist lax og bleikja í ánni. Hér má sjá nokkur laus holl í Hörðudalsá. Hér má síðan sjá flottan afla úr Hörðudalsá frá því um miðjan Júlí 2013.

Print

Laugardalsá er ein albesta laxveiðiá landsins og líklega sú besta á Vestfjörðum. Veitt er með 2 til 3 stöngum í Laugardalsá og að meðaltali veiðast í ánni á bilinu 250 450 laxar á sumri en meðalveiði síðustu 10 ára er 374 laxar. Nú er Laugardalsá komin á veiða.is og hér inná vefnum má finna laus holl í ánni á komandi sumri. Hér má sjá dagsetningar og verð í Laugardalsá í sumar.

Print

Ytri Rangá hefur mörg síðustu ár verið ein aflahæsta laxveiðiá landsins. Meðalveiði í ánni síðustu 9 árin eru rúmir 6.600 laxar á sumri. Laxasvæðinu í Ytri Rangá er nú skipt uppí 4 svæði en á hverju svæði er leyfðar 4 stangir. Svæðið nær frá Árbæjarfossi að ofanverðu að Djúpós að neðanverðu. Laxveiðin í Ytri byggir að mestu á seiðasleppingum. Mest var veiðin sumarið 2008 þegar 14.315 laxar komu á land.

Print

Hlíðarvatn í Selvogi er á leið í sölu hingað inná veiða.is, innan fárra daga. Nú stendur yfir forúthlutun til félaga í Árbliki, veiðifélags sem er með ráðstöfunarrétt hluta þeirra stanga sem leyfilegar eru í Hlíðarvatni. Þegar forúthlutunartímabilinu lýkur, í næstu viku, fara lausir dagar í almenna sölu. Þó má geta, að almennir veiðimenn geta nú skráð sig á biðlista eftir tilteknum dögum í Hlíðarvatni. Ef þeir dagar verða ennþá lausir að lokinni forúthlutun, þá fá þeir þá daga. Sendið póst á info at veida.is

Hér má lesa nánar um Hlíðarvatn í Selvogi.

More Articles...

6 895,00 ISK hvert stk Rio Powerflex Shooting Line

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443