Thursday 02 Oct 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Laxveiðin hefur víða verið döpur hér á landi í sumar, þó svo hægt sé að finna ár sem mega una sáttar við sitt. Ein þessara áa er Vatnsdalsá. Inná vefnum vatnsdalsa.is má finna smá samantekt á sumrinu en þar koma eftirfarandi tölur fram. Heildarfjöldi laxa er 760. Meðalþyngd veiddra fiska var 4,56 kg. og meðallengd var 74,13 cm. 419 laxar voru 70cm eða lengri. 210 laxar voru 88cm og lengri. 73 laxar voru 90cm og lengri. Að auki komu um 500 birtingar og bleikjur á land á laxasvæðinu, en margir þessara fiska voru á bilinu 65-70 cm. 

Print

Vel heppnaðri veiðivertíð í Þingvallavatni lauk nú í vikunni, 15. september. Veiðin hófst fyrr en áður, þann 20. apríl og fyrstu vikur tímabilsins komu á land ótalinn fjöldi urriða, nokkrir um og yfir 20 pundin. Bleikjan fór síðan að gefa sig undir lok mai á sama tíma og urriðinn fór að hverfa útí djúpið. Bleikjutímabilið var gott, þó sérstaklega í júní. Þó svo að mest hafi veiðst af urriða í apríl og maí, þá settu veiðimenn í þennan flotta fisk, af og til í allt sumar. Þessi hér til hliðar kom á land í lok ágúst sunnanmegin í vatninu. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá liðnu tímabili.

Print

Í gær, eftir hádegi, mátti í fyrstu skipti í sumar veiða með öðru agni en flugu í Ytri Rangá. Fram til loka tímabilsins, uppúr miðjum okt, má veiða á flugu, maðk og spún í ánni. Hópurinn sem hóf veiðar eftir hádegi í gær náði að landa 62 löxum í eftirmiðdaginn og svo bættu þeir við 40 löxum í morgun. Samtals komu því 102 laxar á land á fyrsta degi í blönduðu agni. Áin er að fullu seld fram til 24. sept og fram til mánaðamóta eru nokkrar lausar vaktir í Ytri. Töluvert er síðan laust í október en eftir 5. okt lækkar verð veiðileyfa í kr. 16.000 pr. stangardag. Hér má sjá lausa daga í Ytri Rangá í haust.

Print

Sjóbirtingstímabilið er komið á fullt og ágæt veiði í mörgum ám á suðurlandi. Eldvatn í Meðallandi er að gefa vel þessa dagana. Dagurinn í dag gaf 25 fiska og var sá stærsti 15 pund en honum náði Haukur Þórðarson. Hann má sjá hér að neðan. Við heyrðum einnig af veiðimanni sem kíkti við í Laxá og Brúará og hann náði 4 flottum birtingum. Svo er það þessi bolti hér til hliðar sem Ólafur Guðmundsson náði í tungufljótinu í gær. Hann reyndist vera 89cm langur og með ummál uppá 48cm. Það má áætla að þessi fiskur hafi verið vart undir 18 pundum.

Print

Laxá á Refasveit er 3ja stanga laxveiðiá sem fellur til sjávar rétt norðan við Blönduós. Veitt er á bæði maðk og flugu í Laxá. Veiðin í Laxá á Refasveit hefur verið ágæt í sumar, ekki eins góð og í fyrra en trúlega endar hún nálægt 280 löxum. Í dag eru komnir um 220 laxar á land. Fimm dagar eru lausir í september. Þessa daga má sjá hérna.

Print

Á þessum síðustu og verstu tímum þá erum við veiðimenn flestir að leita af þeirri flugu sem laxinn gín við, hverju sem á dynur, ekki síst þegar aðstæður eru erfiðar eins og nú í sumar. Margar ár eru laxlitlar og þeir fáu laxar sem eru í ánum, eru líklega búnir að sjá flestar þær flugur sem til eru í boxum veiðimanna. Við kíktum í morgun á Júlla í Flugukofanum og hann sýndi okkar þessa flugu hér til hliðar, sem heitir "Bauer". Júlli gaukaði þessari flugu að félaga sínum sem veiddi eina vakt í Langá í síðustu viku. Bauer gerði sér lítið fyrir og náði í 3 laxa þennan eftirmiðdag en samtals komu 4 laxar úr ánni á sama tíma.

Print

Í samstarfi við ferðaskrifstofuna Ferðin.is býður Veiða.is upp á sérstök afsláttarkjör á ferðinni „Leyndardómar Thailands“. Um er að ræða þriggja vikna ævintýraferð til Thailands og er brottför 20. nóvember, sjá http://www.ferdin.is/tilbod/leyndadomar-thailands/. Ferðin endar á viku afslöppun á ævintýraeyjunni Koh Chang, en þar er m.a. kjörið að skella sér í veiði. Í boði er afsláttur af verði ferðarinnar að upphæð kr 20.000- pr mann eða kr. 50.000- fyrir tvo sem deila herbergi.

Athugið örfá sæti laus.

Print

Sjóbirtingsvertíðin er farin formlega af stað. September og október hafa jafnan verið besti sjóbirtingstíminn en víða veiðist einnig vel í ágúst. Hollið sem kláraði í gær í Eldvatni í Meðallandi náði samtals að landa 32 fiskum, þrátt fyrir afleitt veður: mikið rok og mikla rigningu. Algengasta stærð þeirra fiska sem þeir náðu var á bilinu 60-65cm en sá stærsti var 85cm langur.

Það eru 4 laus holl í Eldvatni nú í september og eru seldar stakar stangir, þ.e. ekki þarf að kaupa allt hollið. Hér má sjá hvað er laust.

More Articles...

4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.