Thursday 11 Feb 2016
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

vænn urriði úr ReykjadalsáReykjadalsá í Þingeyjarsýslu er ein albesta urriðaá landsins. Reykjadalsá er í Reykjadal sem er næsti dalur við Aðaldal. Veiðisvæði árinnar er um 35 km og er því rúmt um þær 6 stangir sem að hámarki veiða ána dag hvern. Gríðarlegt magn urriða veiðist í Reykjadalsá og má segja að áin sé svo sannarlega smíðuð fyrir fluguveiðimanninn/konuna, með mjög fljöbreytta hylji og strengi. Margir segja ána vera paradís fyrir þurrfluguveiðimanninn, en oft er þó betra að veiða hana andstreymis með púpum eða þá jafnvel með straumflugum. Ekki veiðist eingöngu urriði í ánni því á hverju sumri veiðast amk. nokkrir tugir laxa í henni en Reykjadalsá tengist saman við Laxá í Aðaldal efst á Nessvæðinu, í gegnum Vestmannsvatn og Eyvindarlæk. Hér inni á veiða.is má finna eitt laust holl í þessa frábæru veiðiá.

Print

Laxveiðivertíðin hefst í byrjun júní og þá eru það nokkur veiðisvæði í Borgarfirðinum sem ríða á vaðið. Meðal þessara svæða er Brennan og Straumar. Hér á veiða.is má finna lausa júní daga á þessi svæði, daga sem oft hafa gefið mjög vel enda er um ármótarsvæði að ræða þar sem göngufiskur stoppar yfirleitt á. Veitt er á 2 stangir í Straumum og 3 í Brennu en góð hús fylgja leyfum á þessi svæði. Hér má finna lausa daga og verð fyrir Brennu og Strauma og ef þig vantar frekari upplýsingar, þá er um að gera að senda póst á info at veida.is

Print

Nú eru 12 veiðisvæði komin í vefsöluna á veiða.is. Það nýjasta er Munaðarnessvæðið í Norðurá. Þetta svæði, sem einnig er kallað Norðurá II, er veitt sér á tímabilinu 5/6 - 6/7. Munaðarnessvæðið nær frá Engjanefi til og með Kálfhylsbrotinu. Veitt er með 3 stöngum á þessu svæði en veiðimenn greiða einungis fyrir 2 stangir, en fá leyfi fyrir 3 stangir. Svæðið er selt í einum pakka. Leyfilegt agn er fluga. Ekki er veiðihús á svæðinu og seldir eru heilir dagar, frá morgni til kvölds þar sem pása er frá 13-16. Hér má sjá lausa daga á svæðinu.

Laxinn hér að ofan kom á land 16 júlí 2015.

Print

Lausir dagar í Litlu-Þverá eru komnir í sölu hérna á veiða.is. Litla-þverá var seld sumarið 2013 í fyrsta sinn sem sér veiðisvæði. Þar sem um fyrsta ár í sérsölu var að ræða, þá var áin veidd í aðeins 45 daga á 2 stangir. Það sumar var veiðin 132 laxar og gekk veiði því vonum framar þetta fyrsta ár. Eftir þetta fyrsta sumar var ákveðið að fjölga veiðidögum í ánni. Veiðin sumarið 2014 og 2015 var brokkgeng og spilaði þar m.a. inní að vatnsbúskapur var erfiður. Fyrir veiðitímabilið 2016 hefur verið ákveðið að fækka dögum aftur, hefja veiði í byrjun ágúst og veiða fram undir 20. september.

Print

Veiðin í Hlíðarvatni hefst þann 1. maí 2016. Hér inni á veiða.is verður að sjálfsögðu hægt að bóka leyfi í vatnið í sumar. Kl. 23:59 þann 30. janúar hefst almenn sala leyfa í Hlíðarvatn en dagana 26-30. janúar fá félagar í Stangaveiðifélagi Árbliks tækifæri til að skrá sig fyrir dögum. Þangað til almenn sala hefst, gefst almennum veiðimönnum tækifæri á að skrá sig á biðlista fyrir veiðidögum í Hlíðarvatni. Ef sá eða þeir dagar eru lausir að skráningartímabili Árbliksmanna loknu, þá er  fyrst dögum úthlutað af biðlistanum. Hér má sjá lausa daga og verð í Hlíðarvatn í sumar.

Print

Nú fjölgar hægt og rólega leyfunum hér inni á vefnum. Nú voru að koma inn sjóbirtingsdagar í Brennu, dagar frá 11-30. september. Á þessum tíma er veiðisvæði Brennu frá Kaðalsstaðahyl og niður á hefðbundið veiðisvæði Brennu. Fjórar stangir eru seldar saman í pakka, en þeim pakka fylgir heimild til að veiða á allt að 5 stangir. Leyfilegt agn er fluga og spúnn. Verð á stöng er kr. 16.700 og kostar dagurinn því kr. 66.800. Veiðimönnum er heimil afnot af veiðihúsum við Brennu á meðan veiðitíma stendur. Hér eru laus holl á sjóbirtingstímanum í Brennu.

Print

Frá undirritun samninga milli stjórnar Veiðifélagsins og Sturlu BirgissonarBreytingar verða á fyrirkomulagi sölu veiðileyfa í Laxá á Ásum frá og með veiðitímabilinu 2017. Núverandi leigutaki, Salmontails, mun þá hætta með ána og sambærilegt fyrirkomulag og er nú við líði í Norðurá verður tekið upp. Sturla Birgisson, matreiðslumeistari og veiðimaður mun sjá um sölu veiðileyfa, markaðssetningu og rekstur veiðihússins. Ýmsar aðrar breytingar eru á dagskránni, eins og lesa má hér í fréttatilkynningu sem veiðifélagið sendi frá sér.

More Articles...

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443