Saturday 31 Jan 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Hlíðarvatn í Selvogi er á leið í sölu hingað inná veiða.is, innan fárra daga. Nú stendur yfir forúthlutun til félaga í Árbliki, veiðifélags sem er með ráðstöfunarrétt hluta þeirra stanga sem leyfilegar eru í Hlíðarvatni. Þegar forúthlutunartímabilinu lýkur, í næstu viku, fara lausir dagar í almenna sölu. Þó má geta, að almennir veiðimenn geta nú skráð sig á biðlista eftir tilteknum dögum í Hlíðarvatni. Ef þeir dagar verða ennþá lausir að lokinni forúthlutun, þá fá þeir þá daga. Sendið póst á info at veida.is

Hér má lesa nánar um Hlíðarvatn í Selvogi.

Print

Nú er hvert veiðisvæðið á fætur öðru að koma í sölu hér inn á veiða.is. Nú um helgina komu dagarnir í Brúará, fyrir landi Spóastaða, í sölu inná vefinn. Í vikunni hefst svo forsala á veiðileyfum í Hlíðarvatni. Verð veiðileyfa í Brúará er óbreytt á milli ára. Stangardagurinn í vorveiðinni er á kr. 2.700 og sumarleyfin kosta kr. 3.300. Hér á myndinni við hliðana, má sjá erlendan veiðimann með væna bleikju sem tók brúna vínilpúpu, á eyrinni fyrir ofan brúna. Þessi veiðistaður gaf marga fiska í sumar.

Hér má sjá lausa daga í Brúará.

Print

Ein albesta laxveiðiá landsins, Grímsá í Borgarfirði á samt Tunguá, verður í góðum höndum næstu 6 árin. Hreggnasi, sem hefur verið með ána á leigu undanfarin ár, og Veiðifélag Grímsár og Tunguár, hafa gert með sér nýjan langtímasamning sem gildir til og með árinu 2020. Meðalveiði sl. 20 ár er um 1.300 laxar á ári, en við ána stendur eitt glæsilegasta veiðihús landsins. Sjá fréttatilkynningu að neðan.

Print

Brenna í Borgarfirði og Straumar í Borgarfirði eru mjög vinsæl 3ja og 2stanga laxveiðisvæði. Fluga er leyfð allt sumarið á þessum svæðum en í ágúst má svo einnig veiða á spún. Straumarnir eru þar sem Hvítá og Norðurá sameinast og Brennan er við ármót Þverár og Hvítár. Góð veiðihús fylgja svæðuðum. Veiði hefst snemma í júni og nær fram í september. Nú eru lausir dagar í Brennu og Straumum komnir inná veiða.is - sjá má þá hérna.

Print

Veiðin í Litluá í Keldhverfi og í Skjálftavatni var mjög góð síðastliðið sumar. Alls veiddust 1.654 fiskar í Litluá en í Skjálftavatni komu 1.286 fiskar á land. Á vatnasvæðinu veiddust því samtals 2.661 fiskur sem er um 10% aukning frá fyrra ári. Urriðinn var ráðandi í aflanum í Litluá en í Skjálftavatni var mest af bleikju. Síðasta sumar komu margir stórir fiskar á land, bæði bleikjur og urriðar. Hér að neðan má sjá nokkrar veiðimyndir frá svæðinu.

Print

Ytri Rangá er sannarlega ein albesta laxveiðiá landsins. Á síðasta veiðitímabili var Ytri aflahæst allra laxveiðiá hér á landi og svo hefur verið oft á síðustu 10 árum. Við vorum með veiðileyfi í Ytri Rangá í sölu hér á veiða.is á síðasta ári og nú eru veiðileyfin fyrir komandi veiðitímabil komin inná veiða.is. Veiðitímabilið hefst 26. júní nú í ár og lýkur því þann 20. október. Frá og með 6. júlí og fram til 20. sept er skyldugisting í veiðihúsinu en þess má geta að nú er að rísa ný svefnálma sem er viðbót við glæsilegt veiðihúsið við Ytri Rangá. Hér má sjá þá daga sem komnir eru inná veiða.is.

Print

Gleðilega hátíð kæru veiðimenn og konur. Við hér á veiða.is þökkum ykkur kærlega fyrir árið sem er að líða, ánægjuleg samskipti og viðskipti. Nú styttist í nýtt ár og nýtt veiðitímabil. Við vonum að gamla hafi verið ykkur gæfuríkt og fullt af skemmtilegum veiðisögum. Sjáumst og heyrumst á nýju ári.

Kristinn Ingolfsson

Print

Svartá í Skagafirði er mjög góð 4 stanga urriðaá en eina leyfilega agnið í Svartá er fluga. Síðustu árin hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu árinnar og liður í henni er að öllum fiski er sleppt aftur í ána. Sumarið í sumar var líklega það besta í Svartá á síðari tímum. Margir urriðar veiddust í ánni í sumar, bæði stórir og smáir fiskar. Stærstu fiskarnir voru á bilinu 64-70 cm en einnig var mikið af smærri fiski. Nú erum við farin að huga að næsta tímabili því lausir dagar næsta sumar í Svartá voru að koma inná vefinn. Stangardagurinn næsta sumar verður á kr. 8.200.

More Articles...

59 900,00 ISK hvert stk Sage Response

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443