Friday 31 Jul 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Veiðin í Skógá er nú farin að rúlla af stað. Fyrsti laxinn kom á land 17. júlí og síðustu daga hafa svo nokkrir til viðbótar komið á land. Skógá er fyrst og fremst síðsumars á; veiðin er best þegar kemur inní ágúst og í september. Þrír laxar komu á land í gær og komu þeir allir á land fyrir neðan brú. Var um að ræða 2ja ára laxa, 10-14 punda hængar allt saman. Sigurður Kr. Finnsson heitir veiðimaðurinn og er hann hér á myndinni til hliðar með einn þessara laxa.

Print

Það má með sanni segja að þessa dagana sé mokveiði í Ytri Rangá. Sem dæmi um það þá komu yfir 50 laxar á land á fyrstu 3 tímunum í gærmorgun, 29. júlí. Gríðarlega góðar göngur eru uppí ána og eru mikið af laxi á öllum svæðum. Á svæði 4 er m.a. Stallmýrarfljótið og Árbæjarbreiða full af laxi. Á svæði 3 er laxinn byrjaður að bunka sig uppá á Tjarnarbreiðunni og svo er að sjálfsögðu gríðarlega mikið af laxi frá Ægissíðufossi og niður úr. Sjá myndir hér að neðan frá því í gær og fyrradag.

Það eru 3 lausar stangir um helgina í Ytri Rangá fyrir þá sem vilja skella sér í ána - sjá hér.

Print

Veiðiin í Gufuá heldur áfram að vera með miklum ágætum, þrátt fyrir að vatnsskortur hamli því að lax gangi uppá efri svæði árinnar. Sem dæmi um fína veiði, þá settu veiðimenn sem voru við veiðar nú á þriðjudaginn, í 19 laxa og lönduðu 10 af þeim. Örsmáar svartar og rauðar Frances flugur skiluðu mesta árangrinum. Veðrið var s.s. ekki mjög veiðilegt; 20 stiga hiti og logn - flesta laxana fengu þeir á veiðistaðnum Óperunni og staðnum þar fyrir ofan. Hér má sjá hvað er laust á næstunni.

Print

Eins og við sögðum frá fyrir skömmu, þá hefur mikið af laxi gengið í Laugardalsá á síðustu dögum. Veiðin hafði einnig verið ágæt en nú hefur hún rokið að stað. Síðasta holl, þeir sem hættu veiðum á hádegi í dag, voru með 41 lax sem er aldeilis frábær veiði á 3 stangir. Veiddist vel útum alla á og komu um 10 laxana á smáar hitch-túpur. Að sögn þessara veiðimanna er mikið af laxi í ánni og mikið af laxi að ganga í ána. Á myndinni er Jóhannes Hinriksson með lax sem tók hitch-túpu í Laugardalsá í gær.

Það eru nokkrir dagar lausir í Laugardalsá í ágúst - þar á meðal verslunarmannahelgin. Sjá hér,

Print

Mjög góður gangur er í Ytri Rangá þessa dagana. Gærdagurinn gaf rúma 70 laxa og í morgun og nótt gengu stórar göngur uppí ána. Sem dæmi um það þá komu 25 laxar á land á veiðistaðnum Klöppinni, fyrir kl. 12 í morgun og veiðimaður sem var við veiðar á Stallmýrarfljótinu setti í 10 laxa á skömmum tíma, og landaði 5 af þeim. Framundan er besti tíminn í Ytri Rangá og nú næstu daga má finna lausar stangir í ánni. Hér má sjá hvað er laust en einnig er hægt að senda póst á info at veida.is

Print

Laugardalsá er ein albesta laxveiðiá landsins. Laugardalsá er staðsett utarlega í Ísafjarðardjúpi.  Veitt er með 2-3 stöngum í ánni og leyfilegt agn er fluga. Með veiðileyfum í ánni fylgir gott veiðihús. Veiðin í ánni hefur farið ágætlega af stað og nú allra síðustu daga hefur heyrst af miklum göngum uppí ána og hafa veiðimenn haft á orði að nú séu fleiri laxar komnir í ána en sáust allt síðasta sumar.

Við erum með nokkra lausa daga í Laugardalsá, þar á meðal verslunarmannahelgina og daga á tímabilinu 8-15. ágúst. Sjá nánar hérna.

Print

Áfram veiðist ágætlega í Gufuá. 6 laxar komu á land í dag og 3 í gær. Nú er búið að skrá 50 laxa í bókina á þeim 25 dögum sem búnir eru af veiðitímabilinu. Flestir laxana veiðast á neðri svæðum árinnar, veiðistað nr. 0 og nr. 1 og einnig á ýmsum ómerktum veiðistöðum neðarlega í ánni. Lítið vatn er í Gufuá en fyrir neðan neðri brú, þar sem sjávarfalla gætir, virðist vera nóg af laxi. Þess má geta að stór hluti veiddra laxa í sumar hafa veiðst á flugu. Eins og við höfum áður sagt frá, þá var sett niður gott veiðihús við Gufuá í vor. Sjá má mynda af því hér að neðan.

More Articles...

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443