Saturday 01 Nov 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Síðustu vetur hafa ansi margar ár og vötn skipt um leigutaka. Þessi vetur virðist ætla að verða aðeins rólegri hvað þetta varðar, þrátt fyrir óárann í laxeiði sumarsins og bölsýni bæði veiðimanna og leigutaka. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að nokkrar ár fari í útboð á komandi vikum. Nú í vikunni var það aftur á móti veiðifélag Laxár í Leirársveit sem bauð út 3 vötn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Sjá tilkynninguna að neðan.

Print

Leigutíma samnings um Miðá í Dölum lauk núna í október. Lúðvík Gizurarson og hans fjölskylda hefur verið með ána á leigu til fjölda ára en fréttir bárust af því síðasta haust að áin myndi líklega fara í útboð, núna í lok sumars. Veiðifélag Miðdæla hélt fund í gær þar sem ákveðið var bjóða ána ekki út, heldur myndi félagið sjálft sjá um sölu veiðileyfa fyrir komandi sumar.

Print

Jæja, þá er veiðivertíðinni 2014 formlega lokið og niðurtalning fyrir vertíðina 2015 hafin. Að venju þá leggjast margir veiðimenn í smá dvala núna sem þeir vakna úr, um og uppúr áramótum. Svona fyrir okkur hina sem dveljum allt árið með hugann við veiðina, þá eru einungis 158 dagar í 1. apríl, formlega opnun næstu vertíðar. Vertíðin sem var að ljúka var um margt sérstök; silungsveiðin í apríl og maí var stundum alveg mögnuð, laxveiðin víða vonbrigði og haustveiðin hvorki né þó nokkrar ár hafi átt fína spretti.

Print

Aftur fór útboð Orkuveitunnar á stórurriðasvæðinu í Þingvallavatni undir ratar margra á þessum veiðimarkaði. ION Hótel var með svæðið í vor og sumar eftir útboð sem lítið fór fyrir, en var töluvert umdeilt eftir að af því fréttist. Fyrir hádegi rann út frestur til að skila inn tilboðum í svæðið. Útboðið var til næstu 3ja ára. Þó svo að það hafi ekki fengist staðfest, þá er talið að ION Hótel hafi einnig verið með hæsta tilboð í þessu útboði. Það mun efalaust skýrast á næstu dögum/vikum, hvernig málum verður háttað á svæðinu á næsta tímabili.

Print

Veiðimálastofnun gaf í vikunni út skýrslu um laxveiðisumarið 2014. Eins og fyrir löngu var ljóst þá var sumarið eitt það lélagasta sem við höfum upplifað hér á landi. Heildarveiði var um 32.400 laxar sem er 7% minni veiði en 2012 og um 21% undir langtímameðtali (40.861). Í skýrslunni velta Sérfræðingar veiðimálastofnunar fyrir sér ástæðum þessa hörmungar sumars í laxveiðinni.

Print

Laxá á Refasveit er 3ja stanga laxveiðiá sem rennur til sjávar rétt norðan við Blönduós. Áin er laxxgeng um 15 km. Meðalveiði áranna 1974 - 2008 var 132 laxar en meðaltal síðustu 6 ára er 305 laxar. Í sumar komu á land 225 laxar í Laxá sem verður að teljast all gott í þessu árferði sem var í sumar. Veiðin var vel yfir langtíma meðaltali árinnar. Stærsti fiskurinn í sumar var 97 cm langur og viktaði rétt um 19 pund. Bókanir eru hafnar fyrir næsta sumar og eru einungis örfá laus holl eftir.

Print

Veiðivertíðinni lauk fyrir um 2 vikum í Svartá í Skagafirði. Svartá er 4ra stanga urriðaá en eina leyflega agnið í ánni er fluga. Síðustu árin hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu árinnar og liður í henni er að öllum fiski er sleppt aftur í ána. Sumarið í sumar var líklega það besta í Svartá á síðari tímum. Margir urriðar veiddust í ánni í sumar, bæði stórir og smáir fiskar. Lokatölur árinnar liggja ekki fyrir því enn er verið að fara yfir veiðibækur árinnar og bíða eftir skýrslum frá veiðimönnum.

Print

Veiðivertíðinni í Eyjafjarðará er lokið þetta sumarið. Eins og í fyrra, þá voru skilyrði til veiða oft mjög erfið, sérstaklega framan af sumri. Áin var vatnsmikil og skoluð flesta daga, vel fram í júlí. Í fyrsta skipti nú í ár, var boðið uppá vorveiði í Eyjafjarðará. Veitt var á svæðum 0 og 1 frá 25. apríl til 31. maí. Skv. vef Eyjafjarðarár komu samtals 614 fiskar á land. 396 bleikjur, 167 birtingar, 49 urriðar og 2 laxar. Þess má geta að líklega eiga einhverjar veiðiskýrslur eigi eftir að skila sér. Í fyrra voru 593 fiskar skráðir í bækur árinnar.

More Articles...

2 500,00 ISK hvert stk Gjafabréf
4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443