Saturday 19 Apr 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Þó svo að veiðitímabilið hafi hafist formlega fyrir um 17 dögum síðan, þá er bara lítill hluti veiðimanna sem er búinn að fara í veiði nú í ár. Það er ekki fyrr en vötn eins og Þingvallavatn, Elliðavatn og Hlíðarvatn opna sem margir fara af stað, en Þingvallvatn opnar nú um helgina. Eins og áður hefur komið fram þá var veiðitímanum og veiðireglunum í Þjóðgarðinum breytt. Nú má hefja veiðar 20. apríl og fram til 1. júní má eingöngu veiða á Flugu og skylt verður að sleppa öllum urriða sem veiðist.

Print

Nú eru 15 dagar búnir af veiðitímabilinu og hafa margar skemmtilega veiðisögur orðið til á þeim tíma. Veiðin hefur gengið vel, ekki síst á sjóbirtingsslóðum. Þessi urriði hér til hliðar lét glepjast af straumflugu sem Kristján hjá Flugur og Skröksögur egndi fyrir hann um síðustu helgi í Eldvatni í Meðallandi. Hann reyndist 65cm langur og fékk hann að synda aftur útí ána að lokinni mælingu.

Print

Móra á Barðaströnd er ný hér á veiða.is Móra er 2ja stanga laxveiðiá sem fellur í Hagavaðal á Barðaströnd. Leyfilegt agn í Móru er fluga og maðkur. Veiðisvæðið er um 6 kílómetrar með yfir 20 merktum veiðistöðum. Móra rennur um Mórudal, sem er nokkuð djúpur, allur skógi vaxinn að heita má brúna á milli. Mun Mórudalur einna fegurstur dala norðan Breiðafjarðar, að Vatnsdal undanskildum. Meðalveiði í Móru er á bilinu 150-160 laxar. Sjá hér nánar um Móru.

Print

Veiðin í Brúará fyrir landi Spóastaða hefur byrjað ágætlega nú í apríl. Það hafa komið fínir dagar inná milli. Oft snýst árangurinn um hitta á rétta flugu handa bleikjunni. Veiðimaður sem var við veiðar um helgina hafði prófað nokkra flugur við lítinn árangur, þar til að dró upp flugu sem Júlli í Flugukofanum hafði gaukað að honum fyrir ferðina. Þessi fluga gaf honum 4 bleikjur í beit, áður en hann tapaði henni. Þessa flugu má sjá hér til hliðar og að neðan. Það er spurning hvort að allir þeir sem eru á leið í Brúará, þurfi ekki að hafa eitt eða tvö eintök af þessari flugu með sér.

Print

Seland heitir spænskt fyrirtæki sem framleiðir meðal annars Veiðivörur. Einnig framleiðir Seland ýmsar vörur fyrir íþróttir sem stundaðar eru í og við sjóinn, ár og vötn. T.d. fyrir Kayak, rafting, köfun, brimbretti og þess háttar sport. Fyrst og fremst hefur Seland starfað á Spáni, Frakklandi og í Þýskalandi en nú eru vörur þeirra að færa sig norðar í Evrópu og yfir til Ameríku. Nú er hægt að nálgast veiðivörur frá Seland hér á veiða.is og reyndar einnig í Flugukofanum í Keflavik og efalaust fljótlega einnig í fleiri veiðibúðum hér á landi.

Print

Það er oft svo fyrst á vorin að veiðin á suðurlandi fái mestu athyglina. Enda eru margar góðar ár á þeim hluta landsins og auðveldara að stóla á að það viðri til veiða. Nú léku hinsvegar veðurguðirnir einnig við veiðimenn fyrir norðan. Blíðan var það mikil ástundum, að þótti helst til mikið, aðstæður urðu erfiðari. Hér að neðan er smá myndasyrpa frá Brunná og Litluá. Önnur á sem opnar von bráðar fyrir norðan er Eyjafjarðará en nú verður boðið uppá vorveiði þar á svæðum 0 og 1.

Print

Eldvatn í Meðallandi opnaði í gær, eins og margar aðrar sjóbirtingsár á suðurlandinu. Veitt er á 5-6 stangir í Eldvatni og eina leyfilega agnið er fluga. Eftir þrjár fyrstu vaktir tímabilsins eru 7 flottir birtingar komnir á land. Þeir eru á bilinu 65 - 87cm langir. Á myndinni hér til hliðar er Karl Antonsson með 87 cm hrygnu sem fékk að fara aftur í ána, eftir smá myndtöku. Veiðimennirnir sem eru við veiðar í Eldvatni sögðu að þeir væru búnir að setja í boltafiska útum alla á, fiskur virtist vera vel dreifður sem veit á gott fyrir næstu daga. Eldvatnið er í sölu hér inni á veiða.is. Hér má finna upplýsingar um lausa daga á næstunni og hér má lesa nánar um Eldvatnið.

Print

Nú er fyrsti veiðidagur ársins að kveldi komin. Bæði þeir veiðimenn sem eyddu deginum á bökkum vatna og Áa, og þeir sem sátu heima og biðu eftir fréttum, hafa nú örugglega náð mesta hrollinum úr sér. Dagurinn hefur að mestu leyti verið stór fínn. Svona týpískur fyrsti veiðidagur ársins. Í dag vorum við með stuttan fréttapakka og hér er annar.

More Articles...

12 350,00 ISK hvert stk Veiðivesti frá Seland - Sítt
4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.