Monday 24 Nov 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Við sem lifum og hrærumst í þessum veiðiheimi, erum alltaf að leita af nýju og spennandi veiðidóti til að leika okkur með. í gegnum árin hefur eitt og annað komið fram sem hefur fengið hjartað til að slá hraðar og það gerir þetta nýja dót einnig. Nú í nóvember var að koma á markaðinn ný tegund af myndavél (Water Wolf underwater camera UW 1.0) sem gerir veiðimanninum kleift að taka upp vídeó sem sýnir hvað er að gerast undir yfirborðinu og hvaða viðbrögð spúnninn, beitan eða flugan fær þegar veitt er. Myndavélin er fest á línuna og tekur mynd af agninu öllum stundum. Sjón er sögu ríkari, kíkið á myndbandið hér að neðan:

Print

Frestur til að skila inn tilboðum í Kálfá rann út á laugardaginn, 15. nóvember. All nokkur fjöldi tilboða barst í ána og voru þau sem hæst voru, yfir 2x hærri en leiguverð þessa árs. A.m.k. 3 tilboð voru um eða yfir 5 milljónir pr. ár en leiguverðið var rúmar 2,4 milljónir fyrir þetta ár. Svisslendingurinn Doppler, sem til margra ára hefur verið með laxveiðiár á leigu hér á landi, var með hæsta tilboðið uppá kr. 5,8 milljónir. Ekki eru samt miklar líkur á að hans tilboði verði tekið, heldur mun að öllum líkindum verða rætt við þá sem áttu næstu tvö tilboð, uppá 5,3 milljónir og 5 milljónir.

Print

Nú þegar jólin nálgast, þá gleður það hjarta veiðimannsins að vita að á næstu dögum kemur út glæsileg bók um Vatnsdalsá. Eins og segir í inngangi bókarinnar, þá "er ferðast með ljósmyndum upp með Vatnsdalsá, frá söndunum við hafið og Húnavatn, um ræktað land og frjósamt, frá ósi upp á heiðar, þar sem áin fellur í tignalegum fossum niður í dalinn". .... "Í köflum bókarinnar mætast frásagnir af náttúru og Íslendingasögum, bændum, leigutökum og veiðimönnum, í fortíð og nútíð."

Það verður ekki amarlegt að halla sér að þessari bók á jóladag.

Print

Álftá á Mýrum er nú boðin út til næstu 3ja eða 5 ára. Álftá er 2ja stanga lax- og silungveiðiá sem hefur verið mjög vinsæl og átt sinna fasta kúnnahóp til margra ára. Erfitt hefur verið fyrir "nýja" veiðimenn að komast að í Álftá og hefur biðlistinn stundum verið langur.

Hægt er að óska eftir úboðsgögnum með því að senda póst á buvangur hjá emax.is. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 14:00 þann 27. nóvember og skal skila tilboðum til formanns veiðifélags Álftár á Mýrum, Halldórs Gunnlaugssonar.

Print

Bleikja úr hlíðarvatni. Veiðin í HlíðarvatniVeiðifélögin sem eiga aðild að Hlíðarvatni í Selvogi komu saman í byrjun nóvember til að bera saman bækur sínar eftir sumarið. Alls voru bókaðar 764 bleikjur í vatninu í sumar sem er um 8% minni afli en í fyrra. Veðufar setti strik í veiðina og veiðisóknina en þess má geta að í júlí var enginn bleikja bókuð hjá SVH og eingungis 9 bleikjur hjá Ármönnum. Þessi 2 félög fara með 8 stangir af 14 sem leyfðar eru í vatninu. Í ágúst virtust fleiri sækja vötnin heim ég vegum þessara félaga en samtals voru þá bókaðar 115 bleikjur í bækur þeirra tveggja.

Print

KálfáKálfá í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur verið auglýst til leigu til næstu 3ja ára. Kálfá er 2 stanga á, um 12 km löng en rétt fyrir neðan Árnes sameinast hún Þjórsá. Veiðisvæðið nær alveg frá Þjórsá og uppúr. Síðustu 13 ár hefur hópur veiðimanna verið með hana á leigu. Áin er leigð út með góðu veiðihúsi. Veiði í Kálfa hefur verið vaxandi síðustu ár en í fyrra var metveiði þegar um 540 laxar voru skráðir í bókina.

Print

Síðustu vetur hafa ansi margar ár og vötn skipt um leigutaka. Þessi vetur virðist ætla að verða aðeins rólegri hvað þetta varðar, þrátt fyrir óárann í laxeiði sumarsins og bölsýni bæði veiðimanna og leigutaka. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að nokkrar ár fari í útboð á komandi vikum. Nú í vikunni var það aftur á móti veiðifélag Laxár í Leirársveit sem bauð út 3 vötn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Sjá tilkynninguna að neðan.

Print

Leigutíma samnings um Miðá í Dölum lauk núna í október. Lúðvík Gizurarson og hans fjölskylda hefur verið með ána á leigu til fjölda ára en fréttir bárust af því síðasta haust að áin myndi líklega fara í útboð, núna í lok sumars. Veiðifélag Miðdæla hélt fund í gær þar sem ákveðið var bjóða ána ekki út, heldur myndi félagið sjálft sjá um sölu veiðileyfa fyrir komandi sumar.

More Articles...

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443