Thursday 31 Jul 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Share to Facebook Share to Twitter 
Print

Veiðin í Gufuá hefur verið á þokkalegu róli að undanförnu. Nú eru um 50 laxar komnir í bókina og um 30 urriðar. Laxinn er dreifður um alla á en eins og annarstaðar á vesturlandi, þá er minna af honum heldur en í fyrrasumar. Veiðimenn eru að sjá fiska allt frá ósasvæðinu og uppá stað nr. 47 sem er mjög ofarlega í ánni. Laxinn hefur verið að taka grant og því hafa veiðimenn sett í miklu fleiri laxa en komnir eru í bókina. Mjög gott vatn hefur verið í ánni í sumar. Bæði veiðist á maðk og flugu í Gufuá en þessi lax hérna til hliðar tók fluguna. 

Nú framundan eru nokkuð um lausa daga. Verð daga er frá 10-15  þúsund. Hér má sjá lausa daga.

Print

Eins og flestir veiðimenn vita þá er Nessvæðið í Aðaldal eitt albesta stórlaxasvæði landsins. Árlega veiðast þar margir laxar um eða yfir 100 cm langir og sem dæmi þá veiddust 2 af stærstu löxum landsins í fyrra, á Nessvæðinu. Veiðimenn sem veitt hafa á Nessvæðinu í sumar hafa sagt að óvenjumikið væri að stórum löxum á svæðinu nú í sumar, og þá er mikið sagt. Nils Folmer Jorgenson er þekktur stórlaxaveiðimaður og í morgun náði hann þessum 112 cm laxi á Lönguflúð á Nessvæðinu. Þessi lax gerir örugglega tilkall til titilsins "stærsti lax sumarsins". Baráttan var tekin uppá myndband og verður birt von bráðar. Til hamingju með þennan flotta lax. Hér að neðan eru nokkrir til viðbótar sem Nils hefur landað, þar á meðal er mynd af 109 cm laxi sem hann náði á Nessvæðinu í fyrra.

Print

Nú er sá tími sumarsins þegar hvað flestir eru á faraldsfæti og hámark ferðagleðinnar er um aðra helgi. Margir nota tækifærið á ferðalaginu og fara til veiða með allri fjölskyldunni, í einn eða fleiri daga. Það eru ýmsir möguleikar í boði. Bæði lax- og silungsveiði í vötnum og ám og verð veiðileyfa er æði misjafnt. Veiðikortið tryggir aðgengi að fjölda vatna um allt land og það kostar aðeins kr. 6.900. Hægt er að kaupa það hér á veiða.is. Hér að neðan eru smá samantekt á því sem kalla má "laus veiðileyfi" á næstu dögum, bæði í lax og silung.

Print

Á síðustu tveimur sumrum hafa veiðimenn uppgötvað Gufuá uppá nýtt; séð hana í nýju ljósi. Mikið vatn hefur verið í ánni og við þær aðstæður myndast margir skemmtilegir nýjir veiðistaðir, hyljir og strengir sem oft geyma fiska. Þeir sem duglegastir hafa verið að skoða sig um, ekki síst á efri hluta árinnar, hafa veitt vel, sett í marga fiska þó ekki hafi þeir allir skilað sér á land. Í gær komu 5 laxar á land og annar eins fjöldi tók agnið en hafði betur í glímunni við veiðimanninn. Þó svo fjöldi laxa í Gufuá er ekki sá sami og í fyrra, þá hefur laxi verið að fjölga í ánni síðustu daga og ekki útséð með að um ágætt meðalár verði um að ræða. Við hvetjum þá veiðimenn sem kíkja í ána á næstunni að vera duglega að leita af fiski, ekki síst á efri svæðum árinnar en þar hafa um 80% laxa sumarsins veiðst. Það eru lausar stangir í Gufuá í Ágúst - sjá hér.

Print

Þó svo að veiðin í Ytri Rangá hafi verið á þokkalegu róli síðustu 7 daga, þá hafa aldrei komið neinar alvöru vaktir, fyrr en núna. Í morgun komu 32 laxar á land, þar á meðal þessi 96 cm sem Gunnar Örn Ólafsson veiddi í Djúpósi. Það gleðilega við þessa flottu vakt var einnig það að smálaxinn var stór hluti aflans en hans hefur verið beðið um nokkurt skeið. Sá smái var í fínum holdum, pattaralegir laxar, þó sumir væru stuttir í annan endan.

Það eru örfáar lausar stangir á næstu dögum í Ytri Rangá. Hægt er að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  - sjá einnig hérna.

Print

Síðustu daga þá höfum við verið að taka inn svolítið af nýjum veiðileyfum hingað inná veiða.is. Um er að ræða veiðileyfi á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal, Norðlingafljóti, Norðurá og í Eldvatni í Meðallandi. Þessi svæði þarf vart að kynna fyrir veiðmönnum. Til dæmis hefur Nessvæðið í Aðaldal skilað nokkrum af stærstu löxum hvers tímabils, svo árum skiptir. Dagarnir sem lausir eru inni á veiða.is eru á besta tíma á Nessvæðinu. Hér má sjá hvaða daga og verð er um að ræða.

Print

Stóri straumurinn þessi dagana virðist vera að skila sterkari göngum uppí árnar. Við heyrðum í aðilum uppí Borgarfirði en einnig í Ytri Rangá sem höfðu þá sömu sögu að segja. Veiða.is kíkti við á neðri svæðum Ytri Rangár í gærkveldi og þar sáum við mikið af fiski vera að ganga uppí ána, m.a. töluvert af 1 árs fiski. Veiðin þar hefur verið að taka við sér síðustu daga og nú eru fiskar einnig farnir að veiðast á flestum stöðum á efsta svæði árinnar. 

Print

Veiðin í Gufuá hefur farið fremur rólega af stað þetta sumarið, líkt og annar staðar á vesturlandi. Nú í gærkveldi höfðu 23 laxar verið færðir til bókar en á sama tíma í fyrra voru 53 laxar komnir í bókina. Að auki við laxana 23 hafa rúmlega 20 urriðar á bilinu 40-50 cm komið á land. Ekki hefur vantað vatn í Gufuá í sumar, enda stefnir í að þetta sumar fari í veðurmetabækur fyrir rigningu. Þennan lax hérna til hliðar veiddi Gylfi Jón Gylfason í gær en þessi 4 punda silfraði fiskur lét Gylfa hafa fyrir hlutunum því hann tók strauið niður ána og stoppaði ekki fyrr en 400m fyrir neðan tökustaðinn, þar sem Gylfi landaði honum. Þessi fiskur er einn af fjórum löxum sem komu á land í gær en að auki missti Gylfi og félagar, aðra 5 laxa. Gylfi sagði að mikið líf hefði verið í ánni, svo vonandi er stórstreymið nú um helgina að skila góðum göngum í ána.

More Articles...

12 350,00 ISK hvert stk Veiðivesti frá Seland - Sítt
4 500,00 ISK hvert stk Hlíðarvatnsbox

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.