Tuesday 28 Apr 2015
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Nú er vika liðin frá því að veiðin hófst í Þingvallavatni, vika sem hefur verið mjög erfið veðurfarslega. Aldrei hafa jafn margir erlendir veiðimenn sótt landið heim á þessum tíma, til að reyna að setja í stórurriðann og hafa þeir margir verið mjög ötulir að "berja" Þingvallavatn, þrátt fyrir frost og kuldastrekking. Það eru hinsvegar ekki einungis þeir erlendu sem hafa verið við vatnið því íslenskir fluguveiðimenn hafa einnig verið duglegir að skjótast. Hér er einn þeirra, Bjarki Már Jóhannsson, með einn 90 cm urriða sem hann náði í Þingvallavatni nú um helgina.

Print

Veðráttan hefur haft sín áhrif á veiðina í Brúará þennan apríl mánuð. Nokkuð mikið vatn hefur verið í ánni og erftt hefur verið að finna bleikjuna, eða amk. að fá hana til að taka. Við höfum þó heyrt af fínum dögum inná milli og einn þeirra var í dag. Árni Kristinn Skúlason var við veiðar og fyrir ofan fossinn Dynjanda hitti hann á bleikju í flottu tökustuði. Eftir að hafa náð einum urriða um pundið, fyrir neðan foss, þá náði hann 2 vænum bleikjum fyrir ofan foss, 51cm og 60cm löngum. Hann setti einnig í fleiri bleikjur og allar tóku þær Ölmu Rún #14.

Print

Hólsá er um 20 km löng lax og sjóbirtingsá sem nær frá ármótum Eystri Rangár og Þverár í Fljótshlið og niður að sjó. Um Hólsá fer allur lax sem er á leið í Eystri og Ytri Rangá, en einnig uppí Þverá. Að auki er 25-30 þús laxaseiðum sleppt í Hólsá. Í ánni á einnig heima nokkur sterkur sjóbirtingsstofn og algengt er að birtingar á bilinu 12-16 pund veiðist í ánni. Leyfilegt er að veiða á flugu, spún og maðk í Hólsá. Veiðihúsið veið Hólsá er stórglæsilegt, búið 6 2ja manna herbergjum sem hvert og einn er með sér salernig og sturtu.

Print

Það er 20. apríl og veiðin er hafin í Þingvallavatni. Eins og við greindum frá um helgina, þá er enn nokkur ís við ströndina sumstaðar í Þjóðgarðinum en vestasti hluti hans, Lamhaginn og Leirutáin eru ís laus. Þessi flotti urriði hér til hliðar, kom einmitt á land á Leirutánni í morgun. Veiðimaðurinn heitir Rasmus Ovesen. Fiskurinn tók streamer með ljósum búk og marebau í væng - skull með augum. Nú er um að gera fyrir veiðimenn að ná sér í Veiðikortið 2015 og skella sér í Þjóðgarðinn. Fyrir þá sem eru á póstlista veiða.is, þá kostar Veiðikortið kr. 5.990. Sendið póst á veiða.is

Print

Á hverju ári má segja að nokkrar dagsetningar skipti veiðimenn meira máli en aðrar. Í fyrsta lagi er það fyrsti dagur veiðitímabilsins 1. apríl og nú hefur dagsetningin 20. apríl hlotið nokkur sess en þá hefst veiði í Þingvallavatni, en það er eftir 3 daga. Aðrar dagsetning eru sumardagurinn fyrsti en þá hefst veiðin í Elliðavatni og svo er það 5. júní þegar laxveiðivertíðin hefst.

Print

Nú fyrir helgina voru fyrstu fluguköstin tekin í Ytri Rangá þetta seasonið þegar kíkt var á þekkta sjóbirtingsstaði í ánni. Í gegnum tíðina hefur Gunnugilsbreiða geymt töluvert af birtingi á þessum tíma en gekk eftir einnig í ár. Þrátt fyrir hryssingslegt veður, settur menn í nokkra urriði og var sá stærsti um 10 pundin, en hann má sjá hér til hliðar.

Við minnum alla á lausu laxveiðileyfin í Ytri í sumar - verð veiðileyfa er frá kr. 20.000 fyrir daginn. Sjá nánar hérna.

Print

Vatnamótin eru eitt gjöfulasta veiðisvæði landsins. Sjóbirtingur er uppistaða veiðinnar en einnig veiðist lax og bleikja. Veitt er á fimm stangir í Vatnamótunum og eru þær yfirleitt seldar saman. Veiðisvæðið er á söndunum austan Kirkjubæjarklausturs þar sem Hörgsá, Fossálar og Breiðabakkakvísl koma saman.  Hér má lesa nánar um Vatnamótin - Veiðst hefur vel í Vatnamótunum í apríl en nú framundan eru nokkur laus holl - þau eru komin inná veiða.is ásamt lausum hollum í September. Sjá nánar um það hérna.

Print

Veiðin heldur áfram og þó svo að fréttum kunni eitthvað að fækka frá veiðislóðum, þá veiðast enn flottir fiskar inná milli. Nú um stundir eru aðstæður örlítið erfiðar á suðurlandi sökum vatnavaxta í mörgum ám, en það mun fljótlega breytast því nú fer að kólna og snjóa, ef marka má veðurspár. Þó svo að margir þeirra fiska sem eru að veiðast, séu horaðir eftir veturinn þá eru þessir tveir hérna dæmu um hið gagnstæða - báðir veiddust í Varmá nú fyrir helgi. Hér til hliðar er Jóhann Freyr Guðmundsson með glæsilegan birting en að neðan er Hermann jonsson með bolta bleikju.

More Articles...

9 990,00 ISK hvert stk Veiðigleraugu - CATCH

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443