Sunday 21 Dec 2014
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Svartá í Skagafirði er mjög góð 4 stanga urriðaá en eina leyfilega agnið í Svartá er fluga. Síðustu árin hefur markvisst verið unnið að uppbyggingu árinnar og liður í henni er að öllum fiski er sleppt aftur í ána. Sumarið í sumar var líklega það besta í Svartá á síðari tímum. Margir urriðar veiddust í ánni í sumar, bæði stórir og smáir fiskar. Stærstu fiskarnir voru á bilinu 64-70 cm en einnig var mikið af smærri fiski. Nú erum við farin að huga að næsta tímabili því lausir dagar næsta sumar í Svartá voru að koma inná vefinn. Stangardagurinn næsta sumar verður á kr. 8.200.

Print

Veiðikortið 2015 var að koma út. Aldrei hafa fleiri vatnasvæði verið í boði en fyrir komandi tímabil og munu korthafar geta veitt í 38 vatnasvæðum, vítt og breitt um landið. Nú vötn í kortinu eru vötnin í Svínadal: Eyrarvatn, Geitabersvatn og Þórisstaðarvatn. Hópið mun hinsvegar fara úr kortinu. 

Verðið á kortinu er óbreytt á milli ára og kostar það kr. 6.900. Þeir sem skráðir eru á póstlista veiða.is fá það hinsvegar á betra verði eða kr. 5.990. Þess má geta að Veiðikortið 2015 er upplagt í Jólapakka veiðimannsins.

Print

Þeim fjölgar smámsaman veiðileyfunum hér inná vefnum, sem eru í boði fyrir komandi veiðivertíð. Nú fyrir nokkrum dögum fengum við júní og maí daga á ósasvæði Laxár á Ásum í sölu inná vefinn. Annars vegar er um að ræða veiði í Húnavatni og hins vegar í Hólmakvísl, á sem rennur úr Húnavatni og út í sjó. Bæði Vatnsdalsá og Laxá á Ásum renna í Húnavatn og síðan sameiginlega til sjávar í Hólmakvísl. Mikið af fiski gengur í gegnum svæðið og er á svæðinu í maí og júní. Um er að ræða fallskipta veiði og því veiða menn stundum seint á kvöldin og jafnvel inní nóttina, ef þannig stendur á sjávarföllum. Á svæðinu veiðist aðallega bleikja, birtingur og lax. Sjá nánar hérna.

Print

Á föstudaginn er útgáfuhóf bókarinnar "Vatnsdalsá - sagan og veiðimennirnir", og þér er boðið. Hófið er í Veiðihorninu Síðumúla 8, milli 16 og 19. Af þessu tilefni verður bókin á sérstoku kynningarverði. Höfundar og útgefandi bókarinnar taka einnig á móti gestum í versluninni á laugardaginn, milli 11 og 15. Sjá nánar hérna.

Print

Nú er rétt um mánuður liðinn frá því að síðustu stangveiðivertíð lauk með formlegum hætti. Vertíðin var upp og ofan, sumir veiðimenn eiga frábærar minningar frá liðnu sumri en aðrir hafa kannski ekki sömu sögu að segja. Flest okkar bíða samt spennt eftir að það fari að vora aftur og að hægt verði að viðra veiðistöngina á ný. Nú eru fyrstu veiðileyfin að detta inná veiða.is og mun þeim síðan fjölga jafnt og þétt á næstu vikum. Nú er hægt að fara að huga að bókunum á Fremri Laxá, Eldvatni, Straumum, Brennu og Litlu-Þverá. Hérna má kíkja inná veiðileyfasíðuna.

Print

Við sem lifum og hrærumst í þessum veiðiheimi, erum alltaf að leita af nýju og spennandi veiðidóti til að leika okkur með. í gegnum árin hefur eitt og annað komið fram sem hefur fengið hjartað til að slá hraðar og það gerir þetta nýja dót einnig. Nú í nóvember var að koma á markaðinn ný tegund af myndavél (Water Wolf underwater camera UW 1.0) sem gerir veiðimanninum kleift að taka upp vídeó sem sýnir hvað er að gerast undir yfirborðinu og hvaða viðbrögð spúnninn, beitan eða flugan fær þegar veitt er. Myndavélin er fest á línuna og tekur mynd af agninu öllum stundum. Sjón er sögu ríkari, kíkið á myndbandið hér að neðan:

Print

Frestur til að skila inn tilboðum í Kálfá rann út á laugardaginn, 15. nóvember. All nokkur fjöldi tilboða barst í ána og voru þau sem hæst voru, yfir 2x hærri en leiguverð þessa árs. A.m.k. 3 tilboð voru um eða yfir 5 milljónir pr. ár en leiguverðið var rúmar 2,4 milljónir fyrir þetta ár. Svisslendingurinn Doppler, sem til margra ára hefur verið með laxveiðiár á leigu hér á landi, var með hæsta tilboðið uppá kr. 5,8 milljónir. Ekki eru samt miklar líkur á að hans tilboði verði tekið, heldur mun að öllum líkindum verða rætt við þá sem áttu næstu tvö tilboð, uppá 5,3 milljónir og 5 milljónir.

Print

Nú þegar jólin nálgast, þá gleður það hjarta veiðimannsins að vita að á næstu dögum kemur út glæsileg bók um Vatnsdalsá. Eins og segir í inngangi bókarinnar, þá "er ferðast með ljósmyndum upp með Vatnsdalsá, frá söndunum við hafið og Húnavatn, um ræktað land og frjósamt, frá ósi upp á heiðar, þar sem áin fellur í tignalegum fossum niður í dalinn". .... "Í köflum bókarinnar mætast frásagnir af náttúru og Íslendingasögum, bændum, leigutökum og veiðimönnum, í fortíð og nútíð."

Það verður ekki amarlegt að halla sér að þessari bók á jóladag.

More Articles...

1 150,00 ISK hvert stk Maxima Fluorocarbon

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443