Monday 02 May 2016
  • Increase font size
  • Default font size
  • Decrease font size
  • default style
  • blue style
  • green style
  • red style
  • orange style
Print

Í dag var fyrsti veiðidagurinn í Hlíðarvatni við Selvog og með sanni má segja að vatnið hafi tekið vel á móti veiðimönnum. Hér á veiða.is má finna veiðileyfi í vatnið frá veiðifélaginu Árbliki en það ræður yfir 2 stöngum af 14 við vatnið. Veiðimenn Árbliks sem voru við veiðar í dag náðu 52 bleikjum og 1 sjóbirtingi sem er aldeilis ótrúlega góð veiði. Stærsta bleikjan var 2kg. Mesta veiðin var við Austurneshólma og í Skollapollum og var það Engjaflugan og taylor sem gáfu best. Frábær byrjun á veiðitímabilinu.

Print

Risa fiskur Stefáns hjaltested frá 2014Veiðitímabilið í Hlíðarvatni í Selvogi hefst á morgun, 1. maí. Fimm veiðifélög skipta veiðinni í Hlíðarvatni á milli sín, en leyfðar eru 14 stangir í vatninu á hverjum degi. I Hlíðarvatni veiðist fyrst og fremst bleikja en síðustu vor hefur einnig borið á sjóbirtingi í afla veiðimanna. Leyfð er veiði á flugu og spún. Hér inni á veiða.is má finna veiðileyfi á frá veiðifélaginu Árbliki en félagið á rétt á veiði á 2 stangir í vatninu. Hér má finna lausa daga í sumar. Innifalið í verðinu er veiðileyfi fyrir 2 stangir og einnig afnot af veiðihúsinu í 1 sólarhring.

Print

Veiðin er farin af stað, bæði í Þingvallavatni og Elliðavatni. Í gær var fyrsti veiðidagurinn á mörgum svæðum við Þingvallavatn, þar á meðal í Þjóðgarðinum. Veðrið var ekki til að hrópa húrra fyrir í gær, að minnsta kosti framan af degi, suð-vestan 10-15m/s og gekk yfir með hríðarbyljum. Þegar leið á daginn þá lægði og þá fóru fréttir að berast af fyrstu urriðum ársins. Meðal annars kom þessi 76cm hængur á land hjá Bjarka Má Jóhannssyni. Stærstu fiskarnir sem við heyrðum af voru um 80cm langir.

Print

Nú styttist óðfluga í fyrsta almenna veiðidaginn við Þingvallavatn þessa vertíðina, 20. apríl. Það er ljóst að margir veiðimenn hafa hug á að reyna við urriðann á miðvikudaginn en einnig á fimmtudaginn sem er almennur frídagur. Þó svo að margir munu ekki láta veðrið stoppa sig, þá er allt í lagi að kíkja á spána fyrir þessa daga. Á miðvikudaginn er gert ráð fyrir suðvestan og vestan 8-13 m/s og slydduéljum og hita á bilinu 1-4°. Á fimmtudaginn er gert ráð fyrir svipuðu veðri, en þó þurru að mestu leyti.

Print

Fimmtudaginn næstkomandi þann 14. apríl fer fram í 6. sinn RISE veiðisýningin, Stærsti fluguveiðiviðburður ársins. Þessi árlega hátíð hefur skapað sér stóran sess á meðal íslenskra stangveiðimanna og fyrir marga markar hún upphaf stangveiðitímabilsins í íslenskum ám og vötnum. Á síðasta ári var slegið met í mætingu þegar að ríflega sjöhundruð manns mættu að horfa á veiðibíó og er það líklega einhver mesta mæting á sambærilegan viðburð í heiminum.

Print

tungulækurVeiðin undanfarna daga hefur verið mjög góð víða um land, sérstaklega á suðurlandi. Nóg virðist enn vera af sjóbirtingi og svo virðist sem hann sé rétt núna byrjaður að þoka sér niður árnar, í átt til sjávar. Eldvatn er dæmi um þetta þar sem líf færðist yfir neðsta svæðið árinnar nú um helgina. Veiðimenn sem hafa skotist í Galtalæk hafa yfirleitt veitt ágætlega og veiðimenn sem voru í Brúará á laugardaginn náðu 14 fiskum, mest bleikju. Flestir fiskarnir komu á land fyrir ofan brú og í Kerlingarvíkinni. Hér á vefnum má finna lausa daga í Brúará, Eldvatni, Vatnamótum og Galtalæk á næstu dögum.

Print

Veiðin í Vatnamótunum hefur verið fín það sem er af er veiðitímabilinu. Skilyrði þar eystra eru góð og töluvert mikið af fiski á svæðinu. Nú eru komnir rúmlega 100 birtingar á land og sumir mjög vænir. Veitt er á 5 stangir í Vatnamótunum og eru þær yfirleitt seldar saman í einum pakka. Framundan eru laus holl á svæðinu, bæði í næstu viku og einnig frá 7-9. apríl. Verð á stangardag er 13.500. Sjá þessa daga hérna.

Print

Eins albesta sjóbirtingsá landsins er tungulækur. Áin er veidd með 3-4 stöngum yfir tímabilið. Hún er frekar stutt en gríðarlega mikið af sjóbirtingi gengur í hana. Vorveiðin er gjarnan frábær í ánni og eftir fyrstu 3 daga tímabilsins voru um 300 fiskar komnir á land. Í gær komu um 115 fiskar á land og búast má við að veiðin í dag hafi einnig verið mjög góð. Opnunarhollið var því án efa með hátt í 400 fiska. Nýr leigutaki tók við tungulæk í vor.

Í april og mai eru nokkrir lausir dagar í tungulæk.

More Articles...

6 150,00 ISK hvert stk Túpubox (Ytri-Rangá)

Skráðu þig á póstlistann

Fréttabréf, tilboð,veiðileyfi o.fl.

Hafðu samband

 

Email: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Sími: +354 897 3443